Gagnrýna Terry Gilliam fyrir #MeToo-ummælin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 10:27 Sarah Silverman, Judd Apatow og Ellen Barkin. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018 MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018
MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19