Kynslóðaskipti í þungavigt UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2018 01:28 Volkov kláraði Werdum með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Vísir/Getty Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30