Innlent

Sjúkraflutningar áfram tryggðir

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sjæukraflutningar verða áfram í höndum Rauða krossins á meðan önnur lausn verður fundin.
Sjæukraflutningar verða áfram í höndum Rauða krossins á meðan önnur lausn verður fundin. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Velferðarráðuneytið segir að öryggi sjúkraflutninga verði áfram tryggt þrátt fyrir að Rauði krossinn á Íslandi hafi slitið samstarfi við ríkið um rekstur sjúkrabíla. Verið er að skipuleggja fyrirkomulag sjúkraflutninga á Íslandi til frambúðar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. 

Í yfirlýsingu frá Rauða Krossinum frá 16.mars um málið kemur fram að ágreiningur hafi verið á milli RKÍ og ráðuneytisins um rekstur sjúkrabílanna og eignarhaldi á þeim. Ríkið hefur að stærstum hluta staðið straum af kostnaði við kaup á nýjum sjúkrabílum en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Ekki hefur náðst samkomulag um breytingu á fyrirkomulaginu.

Vinna að því að finna framtíðarlausn

Ráðuneytið hefur unnið að því að finna rekstri sjúkrabílanna annan farveg. Unnið hefur verið eftir þeirri forsendu að rekstur sjúkrabíla verði alfarið á hendi opinberra aðila til þess að tryggja öryggi og gæði sjúkraflutninga í landinu.

Rauði krossinn mun þó annast rekstur sjúkrabílanna á meðan þess er þörf eða þangað til að ráðuneytið hefur fundið farveg til framtíðar fyrir verkefnið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×