Íslenski boltinn

Halldór Orri tryggði FH sigur í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halldór Orri fagnar marki gegn Braga á síðustu leiktíð.
Halldór Orri fagnar marki gegn Braga á síðustu leiktíð. vísir/anton
Halldór Orri Björnsson reyndist hetja FH þegar liðið Þór í Boganum en þetta var síðasti leikur beggja liða í A-deild Lengjubikarsins. Lokatölur voru 3-2.

FH byrjaði leikinn vel og komst yfir með marki frá markamaskínunni Atla Viðari Björnssyni eftir átta mínútur en hann skoraði eftir góðan undirbúning Kristins Steindórssonar.

Stuttu síðar fékk FH vítaspyrnu þegar brotið var á Þórarni Inga Valdimarssyni. Skotinn Steven Lennon steig á punktinn og skoraði sem fyrr og allt lék í lyndi hjá Fimleikafélaginu eftir 36 mínútur.

Í næstu sókn minnkaði Alvaro Montejo Calleja muninn og þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði bakvörðurinn Ingi Freyr Hilmarsson eftir aukaspyrnu. Hálfsleikstölur 2-2.

 

Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma en það gerði Halldór Orri Björnsson og tryggði FH annan sigur liðsins í mótinu.

FH endar í fjórða sæti riðilsins með sjö stig eftir fimm leiki en Þór er á botninum með tvö stig eftir fimm leiki. Hvorugt liðið komast því í undanúrslit Lengjubikarsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×