Bestu vinkonur í vísindum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:00 Arna og Unnur hafa fylgst að síðan þær hittust í Háskóla Íslands árið 1992. visir/stefan Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, stýrir viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi á áfallasögu kvenna. Henni við hlið við stjórn rannsóknarinnar starfar besta vinkona hennar, Arna Hauksdóttir, sem er einnig prófessor við læknadeild Háskólans. Rannsóknir bæði Unnar og Örnu snúa að áhrifum áfalla og þungbærrar lífsreynslu á heilsufar. Þær hafa starfað saman að rannsóknum í tuttugu ár, eru bestu vinkonur og hittust eiginlega fyrir skemmtilegan misskilning þegar þær hófu nám í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Þær bjóða upp á kaffi og kleinur á heimili Örnu í Vesturbænum. Þessa dagana undirbúa þær að senda af stað tugi þúsunda smáskilaboða á konur og bjóða þeim að taka þátt í rannsókninni á heimasíðunni áfallasaga.is.Arna: „Við höfum verið í ströngum undirbúningi undanfarin ár fyrir þessa rannsókn. Nú geta konur frá átján ára aldri með skráð símanúmer búist við því að fá sms á næstu dögum þar sem þeim er boðið að taka þátt. Það er einfalt. Í skilaboðunum er konum boðið að taka þátt í rannsókninni og fara á heimasíðuna okkar og skrá sig þar. Það þarf þó ekki að bíða eftir skilaboðum, því allar konur frá 18 ára aldri geta nú þegar skráð sig í rannsóknina á vefsíðunni.“Hvernig ráðleggið þið konum að bera sig að í þessu? Arna: „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar kona er búin að ákveða að taka þátt að ákveða að gefa sér góðan tíma. Við höfum sagt að meðaltími til að svara þessum spurningum sé um hálftími. Sumar þurfa styttri tíma, aðrar lengri. En í öllu falli er gott að gefa sér góðan tíma og setjast niður þar sem konan getur verið ein með sjálfri sér, helst án truflunar og þannig svarað spurningunum í næði. Við viljum ítreka að konur geta verið fullvissar um að þessi svör á hver fyrir sig og engan annan.“Hvað gerið þið svo við gögnin? Unnur: „Við höfum sett okkur þrjú meginmarkmið. Í fyrsta lagi ætlum við að kortleggja algengi margvíslegra áfalla meðal kvenna á Íslandi. Það hefur í rauninni ekki verið gert áður og ekki með þeim umfangsmikla hætti eins og við erum að gera. Í spurningalistanum er meðal annars að finna langan lista af alls konar áföllum sem fólk getur lent í. Ekki bara þau áföll sem samfélagið hefur verið mest með hugann við undanfarið vegna #metoo byltingarinnar, heldur líka aðra lífsreynslu eins og erfiða fæðingarreynslu, ástvinamissi, einelti, skilnað, framhjáhöld, alls konar áföll. Við höfum flestar lent í einhverjum áföllum, stórum eða smáum. Þetta hefur ekki verið kortlagt áður með þessum hætti. Annað markmiðið er að skilja tengsl þessara áfalla við sálræna og líkamlega heilsu. Við vitum heilmikið um áhrif áfalla á sálræna heilsu en minna um tengsl þeirra við líkamlega heilsu. Eins og áhættuna á sjálfsónæmissjúkdómum, hjartasjúkdómum, krabbameinum og fleiru. Og svo er þriðja markmiðið, að skilja hvort erfðirnar spili þarna einhverja rullu. Hvort erfðaþættir hafi áhrif á það hvernig heilsufar þitt þróast eftir slík áföll. Það gerum við í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu með tengingu við gögn sem eru þegar til staðar.“ Í okkar fyrri rannsóknum höfum við tekið eftir að það er mjög misjafnt hvaða áhrif áföll hafa á heilsufar einstaklinga, sumir virðast jafna sig meðan aðrir missa algjörlega heilsuna. Og við vitum töluvert um umhverfisþættina. Að fjölskylda og vinir skipta miklu máli, að geta talað við einhvern. Hafa öruggan fjárhag og ýmislegt fleira. En við vitum lítið um það hvort það sem við fáum í vöggugjöf, erfðirnar, skiptir máli í þessu samhengi. Það eru því þessar þrjár vörður sem við erum að einblína á. Síðan eru endalausir möguleikar. Þegar við héldum fjölsóttan og vel heppnaðan kynningarfund um rannsóknina um daginn þá kom til dæmis tillaga úr sal: Er hægt að skoða mismunandi algengi og áhrif áfalla eftir kynslóðum? Og við höfðum ekkert sérstaklega verið að hugleiða það en finnst það frábær hugmynd. Þetta getum við gert með þessum gögnum. Það er endalaust af verkefnum sem þessi efniviður getur skapað. Þátttaka hverrar konur getur verið mikilvæg fyrir hana sjálfa en líka gjöf sem stuðlar að almannahag.“ Arna: „Já, einmitt í gegnum mikilvæga þekkingarsköpun til framtíð- ar, og þannig breytt heiminum, svo ég gerist háfleyg. Það má líka nefna að þegar kona samþykkir að taka þátt í rannsókninni þá er hún ekki bara að samþykkja að taka þátt í að svara þessum spurningalista heldur líka mögulegum eftirfylgdarrannsóknum. Á þann hátt höfum við möguleika á að fylgja betur eftir einhverjum ákveðnum þáttum í þeim spurningum sem við erum að leggja fyrir núna. Og þá höfum við möguleika á að hafa samband aftur til að rannsaka nánar eitthvað ákveðið efni. Akkúrat núna er fókusinn á áföll og sögur kvenna um áföll en þessi rannsókn gefur líka tækifæri til að rannsaka aðra þætti með.“Hverjar eruð þið og hvernig lá leið ykkar í sálfræði? Unnur: „Ég er frá Ólafsfirði og ólst þar upp þar til ég var sextán ára. Svo fór ég í MA og kláraði þaðan stúdentspróf. Ég var á náttúrufræðibraut í MA, var með æðislegan líffræðikennara. Var búin að vera að velta þessu fyrir mér, vissi að ég vildi fara í nám sem tengdist að einhverju leyti lífeðlisfræði eða heilsufari mannsins. Ég var mikið að hugsa um að fara í læknisfræði, líffræði eða sálfræði. Ég ákvað að velja sálfræði. Ég hélt áfram að hafa þennan áhuga á lífeðlisfræðinni og tengslum tilfinninga við heilsufar og lífeðlisfræðilega þætti. Þetta er allt beint framhald af því. Ég byrjaði svo í sálfræðinni 1992. Þar hitti ég Örnu! Ég þekkti auð- vitað engan og var hálf villuráfandi um ganga háskólans. Arna hélt að ég væri önnur manneskja á kynningarfundi um námið, heilsaði mér og upp úr því fórum við að tala saman. Ég var nýflutt i borgina og spurði út í strætisvagnaferðir og hún kenndi mér á fleira sem tengdist mínu nýja borgarlífi. Þarna hófst okkar vinskapur sem hefur staðið óslitinn upp frá því.“En þú Arna? Arna: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og er Reykvíkingur í húð og hár þó að ég eigi ættir að rekja til Suðurlands í báðar ættir. Eftir MH árin ákvað ég að fara í sálfræði. Og ég var ekki jafn fókuseruð og Unnur þegar ég valdi sálfræðina. Ég var að spá í að fara í myndlistarnám, ég byrjaði á því þegar ég var stúdent að skrá mig í frönsku í háskólanum. Svo hætti ég við það og þá varð sálfræði endanlega fyrir valinu. Það var í rauninni mamma mín sem sannfærði mig um það að ég gæti það. Þetta var spurning um sjálfstraust og ég fékk þar hvatninguna sem ég þurfti á að halda.“Þú hefur kolfallið fyrir faginu? „Já, ég gerði það. Ég hafði alltaf haft áhuga á andlegri líðan. Hafði lengi verið að vinna með börnum til dæmis. Ætlaði þá að leggja fyrir mig barnasálfræði en svo eftir því sem leið á námið þá opnuðust fleiri víddir. Ég man að í lok námsins þá tók ég valnámskeið í heilsusálfræði og það var það sem kveikti á þessari tengingu minni sem Unnur er að tala um. Tengsl hugar og líkama.“Þið gerðuð saman lokaverkefnið ykkar í háskólanum og gerðuð rannsókn á krabbameinssjúkum. Þá voruð þið líka að rannsaka áhrif áfalla á heilsu? Á þessum tíma var þetta ekki mikið rætt, er það? Samspil áfalla og heilsu? Arna: „Einmitt, það er rétt. Það var til dæmis erfitt að finna eldri rannsóknir um efnið. Við héldum áfram að rannsaka áhrif áfalla á heilsufar í doktorsnáminu okkar í Svíþjóð. Við lukum báðar doktorsprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þó á ólíkum tímum væri vorum við með svipað rannsóknarefni á þessu sviði, Unnur var á undan og rannsakaði árhrif á heilsu meðal ekkja og svo kom ég með sambærilega rannsókn meðal ekkla. Þegar við vorum að kynna niðurstöður okkar úr doktorsverkefninu okkar á þessum tíma, þá fengum við stundum þau viðbrögð að þetta væru lítil dúlluverkefni sem væru ekki alvöru vísindi. Af því að við vorum að skoða áhrif áfalla á heilsu, þá þóttum við vera svolítið eins og spákonur, án vísinda. En þetta hefur gjörbreyst síðustu tíu ár.“ Unnur: „Á heimsvísu eru rannsóknir um áhrif áfalla á heilsu frekar ung vísindagrein. Frá því að við vorum í doktorsnáminu og vorum að kynna niðurstöður okkar fyrir heilbrigðisstarfsfólki, hef ég skynjað ofboðslega breytingu á hugarfari þeirra gagnvart þessum armi vísindanna, sérstaklega síðustu tíu ár, á milli þess hvernig þér líður og heilsufarsins. Og það er margt sem hefur breytt því. Rannsóknarað- ferðirnar eru betri og grundvallast á lífeðlisfræði og stærri hópum. Þannig að fólk er farið að sjá að þessi tengsl eru raunveruleg. En það eru ákveðnir vendipunktar, eins og til dæmis þegar Elizabeth Blackburn fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2009 fyrir rannsóknir sínar á litningaendum. Hún hefur síðan helgað sig að mörgu leyti áhrifum streitu og áfalla á hrörnun þessara litningaenda. Og einmitt það, að fá svona harð- kjarna vísindamanneskju á heimsmælikvarða fram á sjónarsviðið sem brennur fyrir þessum pælingum skiptir máli. Hennar atorka hefur breytt skilningi fólks og gert það móttækilegra fyrir því að líðan hefur áhrif á heilsufar. Til þess að sýna fram á tengslin, þarf mjög sterk gögn. Það höfum við Arna verið að gera síðustu tuttugu ár.“ Arna segir það vera forréttindi að fá að vinna með vinkonu sinni.visir/stefanÞið eruð nánast alltaf saman? Í vinnunni en líka í einkalífinu? Arna: „Já, við erum mjög mikið saman í vinnunni og deilum skrifstofu. Höfum gert það í tíu ár. Við þekkjum vel tengda -og stórfjölskyldur hvor annarrar, förum í frí og upplifum mjög margt saman. Mér finnst við vera eins og aðskildar systur sem hittust þarna fyrir tilviljun í háskólanum. Svo er líka svolítið fyndið að við fæddumst nánast á sama sólarhring, sama árið. Hún fyrir norðan og ég hér í Reykjavík.“ Unnur: „Mér finnst ótrúleg forréttindi að fá að vinna með vinkonu minni. Akademískt starf er náttúrulega mikil vinna og krefjandi. En henni fylgir frelsi. Þú ræður hvað þú rannsakar, í hvað þú eyðir tíma þínum og þú hefur líka ákveðið frelsi með hverjum þú vinnur og eitt af því sem ég hef lært að meta í gegnum tíðina er að fá að vinna með vinum mínum. Við bætum hvor aðra upp. Erum mjög ólíkar og erum meðvitaðar um það.“ Arna: „Það hefur áhrif á afraksturinn. Okkur gengur betur. Svo eru samvistirnar mjög miklar. Oft erum við að spjalla um vinnuna hvert sem við förum. Í matarboðum, barnaafmæli, sundi og göngutúrum til dæmis. Er þetta karllægur bransi? Arna: „Já, hann hefur verið það lengi. Hér á Íslandi og alls staðar í heiminum. Í töluvert mörg ár hafa jafnmargir eða fleiri kvendoktorar útskrifast en karlar. Samt komast þær síður áfram í akademíunni, í að verða dósentar og prófessorar. Þannig hefur þetta verið í mörg ár. Hlutfall kvenprófessora við háskólann er lágt og mjög mismunandi eftir deildum og það væri sannarlega takmark að sjá það aukast meira í takt við hlutfall menntunar kvenna.“ Unnur: „Doktorsprófið helst oft í hendur við barneignatíma kvenna. Það er álagstími. Þessi tími eftir doktorspróf er því mikill álagstími og er einnig krítískur um það hvort þú nærð spretti í þínum frama. Þess vegna er jöfn skipting foreldraorlofs svo mikilvæg. Á meðan það detta út ár vegna barneigna hjá konum þá halda karlar áfram og fá framgang.“ Unnur, hverjir eru styrkleikar Örnu? „Arna er rosalega vösk og vel vakandi manneskja. Góður greinandi bæði á fólk og málefni. Hún hefur einstaklega góða tilfinningu fyrir fólki í kringum sig. Og sjálfri sér. Mér finnst hún hafa aðdáunarverða innsýn, góða sjálfsþekkingu, sem ég sakna algjörlega í eigin fari. Þetta endurspeglast bæði í einkalífi og vinnu. Fólk treystir Örnu vel. Trúir henni og treystir fyrir sínum hjartans málum. Arna er tenging mín við raunveruleikann. Mér hættir til að útiloka hann algjörlega þegar ég sekk of djúpt í eigin verkefni. Ef ég þarf að fá að vita hvað er í gangi í kringum mig, öðru en nákvæmlega í því verkefni sem ég er að einbeita mér að, þá þarf ég ekki annað en að spyrja og leita til Örnu. Það er mér mjög mikilvægt og hjálplegt.“ En Arna, hvað með Unni? Er hún svona utan við sig? „Hún er það ekki jafnoft og hún heldur. Ég myndi segja að hún sé gífurlega gáfuð manneskja, ein af okkar fremsta vísindafólki. Ég held að um það verði ekki deilt. Það er líka sjúklega gott að vinna með henni og hún er góð fyrirmynd í vísindum. En það allra besta við hana er hvað hún er gríðarlega góð vinkona. Ef það kemur eitthvað upp á, þá kemur hún. Hún hættir ekki fyrr en hún er viss um að það sé í lagi með mig. Fylgist vel með og gætir manns. Hún passar jafn vel upp á mig og sitt fólk og er trygg sínu fólki. Hún hefur sterk tilfinningatengsl við sína nánustu sem hún vinnur vel með.“ Unnur: „Arna er einn mesti þjarkur sem ég þekki. Einu sinni kom hún til mín til Bretlands og hjálpaði mér að pakka saman heilli búslóð. Hún gerði það eiginlega allt alveg ein. Á meðan var ég að bara skemmta henni við verkið, sýna henni myndir og lesa upp úr bókum og gömlum bréfum. Hún er sleggja!“ Hvaða væntingar hafið þið til verkefnisins? Arna: „Núna standa vonir okkar til þess að konur sýni rannsókninni áhuga og vilji taka þátt. Nú þegar hafa fjölmargar konur tekið þátt og við höfum fengið mjög jákvæð við- brögð, jafnvel þakklæti, frá þeim sem við höfum heyrt í. En ég hef miklar væntingar. Við Unnur gerum okkur þó grein fyrir því að þetta er langtímaverkefni. Við erum rétt að byrja.“ Unnur: „Við viljum skapa sterka þekkingu sem hefur burði til að breyta heiminum og fyrst og fremst kemur þolendum áfalla til góða í framtíðinni. En það tekur tíma, þetta er langhlaup.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, stýrir viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi á áfallasögu kvenna. Henni við hlið við stjórn rannsóknarinnar starfar besta vinkona hennar, Arna Hauksdóttir, sem er einnig prófessor við læknadeild Háskólans. Rannsóknir bæði Unnar og Örnu snúa að áhrifum áfalla og þungbærrar lífsreynslu á heilsufar. Þær hafa starfað saman að rannsóknum í tuttugu ár, eru bestu vinkonur og hittust eiginlega fyrir skemmtilegan misskilning þegar þær hófu nám í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Þær bjóða upp á kaffi og kleinur á heimili Örnu í Vesturbænum. Þessa dagana undirbúa þær að senda af stað tugi þúsunda smáskilaboða á konur og bjóða þeim að taka þátt í rannsókninni á heimasíðunni áfallasaga.is.Arna: „Við höfum verið í ströngum undirbúningi undanfarin ár fyrir þessa rannsókn. Nú geta konur frá átján ára aldri með skráð símanúmer búist við því að fá sms á næstu dögum þar sem þeim er boðið að taka þátt. Það er einfalt. Í skilaboðunum er konum boðið að taka þátt í rannsókninni og fara á heimasíðuna okkar og skrá sig þar. Það þarf þó ekki að bíða eftir skilaboðum, því allar konur frá 18 ára aldri geta nú þegar skráð sig í rannsóknina á vefsíðunni.“Hvernig ráðleggið þið konum að bera sig að í þessu? Arna: „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar kona er búin að ákveða að taka þátt að ákveða að gefa sér góðan tíma. Við höfum sagt að meðaltími til að svara þessum spurningum sé um hálftími. Sumar þurfa styttri tíma, aðrar lengri. En í öllu falli er gott að gefa sér góðan tíma og setjast niður þar sem konan getur verið ein með sjálfri sér, helst án truflunar og þannig svarað spurningunum í næði. Við viljum ítreka að konur geta verið fullvissar um að þessi svör á hver fyrir sig og engan annan.“Hvað gerið þið svo við gögnin? Unnur: „Við höfum sett okkur þrjú meginmarkmið. Í fyrsta lagi ætlum við að kortleggja algengi margvíslegra áfalla meðal kvenna á Íslandi. Það hefur í rauninni ekki verið gert áður og ekki með þeim umfangsmikla hætti eins og við erum að gera. Í spurningalistanum er meðal annars að finna langan lista af alls konar áföllum sem fólk getur lent í. Ekki bara þau áföll sem samfélagið hefur verið mest með hugann við undanfarið vegna #metoo byltingarinnar, heldur líka aðra lífsreynslu eins og erfiða fæðingarreynslu, ástvinamissi, einelti, skilnað, framhjáhöld, alls konar áföll. Við höfum flestar lent í einhverjum áföllum, stórum eða smáum. Þetta hefur ekki verið kortlagt áður með þessum hætti. Annað markmiðið er að skilja tengsl þessara áfalla við sálræna og líkamlega heilsu. Við vitum heilmikið um áhrif áfalla á sálræna heilsu en minna um tengsl þeirra við líkamlega heilsu. Eins og áhættuna á sjálfsónæmissjúkdómum, hjartasjúkdómum, krabbameinum og fleiru. Og svo er þriðja markmiðið, að skilja hvort erfðirnar spili þarna einhverja rullu. Hvort erfðaþættir hafi áhrif á það hvernig heilsufar þitt þróast eftir slík áföll. Það gerum við í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu með tengingu við gögn sem eru þegar til staðar.“ Í okkar fyrri rannsóknum höfum við tekið eftir að það er mjög misjafnt hvaða áhrif áföll hafa á heilsufar einstaklinga, sumir virðast jafna sig meðan aðrir missa algjörlega heilsuna. Og við vitum töluvert um umhverfisþættina. Að fjölskylda og vinir skipta miklu máli, að geta talað við einhvern. Hafa öruggan fjárhag og ýmislegt fleira. En við vitum lítið um það hvort það sem við fáum í vöggugjöf, erfðirnar, skiptir máli í þessu samhengi. Það eru því þessar þrjár vörður sem við erum að einblína á. Síðan eru endalausir möguleikar. Þegar við héldum fjölsóttan og vel heppnaðan kynningarfund um rannsóknina um daginn þá kom til dæmis tillaga úr sal: Er hægt að skoða mismunandi algengi og áhrif áfalla eftir kynslóðum? Og við höfðum ekkert sérstaklega verið að hugleiða það en finnst það frábær hugmynd. Þetta getum við gert með þessum gögnum. Það er endalaust af verkefnum sem þessi efniviður getur skapað. Þátttaka hverrar konur getur verið mikilvæg fyrir hana sjálfa en líka gjöf sem stuðlar að almannahag.“ Arna: „Já, einmitt í gegnum mikilvæga þekkingarsköpun til framtíð- ar, og þannig breytt heiminum, svo ég gerist háfleyg. Það má líka nefna að þegar kona samþykkir að taka þátt í rannsókninni þá er hún ekki bara að samþykkja að taka þátt í að svara þessum spurningalista heldur líka mögulegum eftirfylgdarrannsóknum. Á þann hátt höfum við möguleika á að fylgja betur eftir einhverjum ákveðnum þáttum í þeim spurningum sem við erum að leggja fyrir núna. Og þá höfum við möguleika á að hafa samband aftur til að rannsaka nánar eitthvað ákveðið efni. Akkúrat núna er fókusinn á áföll og sögur kvenna um áföll en þessi rannsókn gefur líka tækifæri til að rannsaka aðra þætti með.“Hverjar eruð þið og hvernig lá leið ykkar í sálfræði? Unnur: „Ég er frá Ólafsfirði og ólst þar upp þar til ég var sextán ára. Svo fór ég í MA og kláraði þaðan stúdentspróf. Ég var á náttúrufræðibraut í MA, var með æðislegan líffræðikennara. Var búin að vera að velta þessu fyrir mér, vissi að ég vildi fara í nám sem tengdist að einhverju leyti lífeðlisfræði eða heilsufari mannsins. Ég var mikið að hugsa um að fara í læknisfræði, líffræði eða sálfræði. Ég ákvað að velja sálfræði. Ég hélt áfram að hafa þennan áhuga á lífeðlisfræðinni og tengslum tilfinninga við heilsufar og lífeðlisfræðilega þætti. Þetta er allt beint framhald af því. Ég byrjaði svo í sálfræðinni 1992. Þar hitti ég Örnu! Ég þekkti auð- vitað engan og var hálf villuráfandi um ganga háskólans. Arna hélt að ég væri önnur manneskja á kynningarfundi um námið, heilsaði mér og upp úr því fórum við að tala saman. Ég var nýflutt i borgina og spurði út í strætisvagnaferðir og hún kenndi mér á fleira sem tengdist mínu nýja borgarlífi. Þarna hófst okkar vinskapur sem hefur staðið óslitinn upp frá því.“En þú Arna? Arna: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og er Reykvíkingur í húð og hár þó að ég eigi ættir að rekja til Suðurlands í báðar ættir. Eftir MH árin ákvað ég að fara í sálfræði. Og ég var ekki jafn fókuseruð og Unnur þegar ég valdi sálfræðina. Ég var að spá í að fara í myndlistarnám, ég byrjaði á því þegar ég var stúdent að skrá mig í frönsku í háskólanum. Svo hætti ég við það og þá varð sálfræði endanlega fyrir valinu. Það var í rauninni mamma mín sem sannfærði mig um það að ég gæti það. Þetta var spurning um sjálfstraust og ég fékk þar hvatninguna sem ég þurfti á að halda.“Þú hefur kolfallið fyrir faginu? „Já, ég gerði það. Ég hafði alltaf haft áhuga á andlegri líðan. Hafði lengi verið að vinna með börnum til dæmis. Ætlaði þá að leggja fyrir mig barnasálfræði en svo eftir því sem leið á námið þá opnuðust fleiri víddir. Ég man að í lok námsins þá tók ég valnámskeið í heilsusálfræði og það var það sem kveikti á þessari tengingu minni sem Unnur er að tala um. Tengsl hugar og líkama.“Þið gerðuð saman lokaverkefnið ykkar í háskólanum og gerðuð rannsókn á krabbameinssjúkum. Þá voruð þið líka að rannsaka áhrif áfalla á heilsu? Á þessum tíma var þetta ekki mikið rætt, er það? Samspil áfalla og heilsu? Arna: „Einmitt, það er rétt. Það var til dæmis erfitt að finna eldri rannsóknir um efnið. Við héldum áfram að rannsaka áhrif áfalla á heilsufar í doktorsnáminu okkar í Svíþjóð. Við lukum báðar doktorsprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þó á ólíkum tímum væri vorum við með svipað rannsóknarefni á þessu sviði, Unnur var á undan og rannsakaði árhrif á heilsu meðal ekkja og svo kom ég með sambærilega rannsókn meðal ekkla. Þegar við vorum að kynna niðurstöður okkar úr doktorsverkefninu okkar á þessum tíma, þá fengum við stundum þau viðbrögð að þetta væru lítil dúlluverkefni sem væru ekki alvöru vísindi. Af því að við vorum að skoða áhrif áfalla á heilsu, þá þóttum við vera svolítið eins og spákonur, án vísinda. En þetta hefur gjörbreyst síðustu tíu ár.“ Unnur: „Á heimsvísu eru rannsóknir um áhrif áfalla á heilsu frekar ung vísindagrein. Frá því að við vorum í doktorsnáminu og vorum að kynna niðurstöður okkar fyrir heilbrigðisstarfsfólki, hef ég skynjað ofboðslega breytingu á hugarfari þeirra gagnvart þessum armi vísindanna, sérstaklega síðustu tíu ár, á milli þess hvernig þér líður og heilsufarsins. Og það er margt sem hefur breytt því. Rannsóknarað- ferðirnar eru betri og grundvallast á lífeðlisfræði og stærri hópum. Þannig að fólk er farið að sjá að þessi tengsl eru raunveruleg. En það eru ákveðnir vendipunktar, eins og til dæmis þegar Elizabeth Blackburn fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2009 fyrir rannsóknir sínar á litningaendum. Hún hefur síðan helgað sig að mörgu leyti áhrifum streitu og áfalla á hrörnun þessara litningaenda. Og einmitt það, að fá svona harð- kjarna vísindamanneskju á heimsmælikvarða fram á sjónarsviðið sem brennur fyrir þessum pælingum skiptir máli. Hennar atorka hefur breytt skilningi fólks og gert það móttækilegra fyrir því að líðan hefur áhrif á heilsufar. Til þess að sýna fram á tengslin, þarf mjög sterk gögn. Það höfum við Arna verið að gera síðustu tuttugu ár.“ Arna segir það vera forréttindi að fá að vinna með vinkonu sinni.visir/stefanÞið eruð nánast alltaf saman? Í vinnunni en líka í einkalífinu? Arna: „Já, við erum mjög mikið saman í vinnunni og deilum skrifstofu. Höfum gert það í tíu ár. Við þekkjum vel tengda -og stórfjölskyldur hvor annarrar, förum í frí og upplifum mjög margt saman. Mér finnst við vera eins og aðskildar systur sem hittust þarna fyrir tilviljun í háskólanum. Svo er líka svolítið fyndið að við fæddumst nánast á sama sólarhring, sama árið. Hún fyrir norðan og ég hér í Reykjavík.“ Unnur: „Mér finnst ótrúleg forréttindi að fá að vinna með vinkonu minni. Akademískt starf er náttúrulega mikil vinna og krefjandi. En henni fylgir frelsi. Þú ræður hvað þú rannsakar, í hvað þú eyðir tíma þínum og þú hefur líka ákveðið frelsi með hverjum þú vinnur og eitt af því sem ég hef lært að meta í gegnum tíðina er að fá að vinna með vinum mínum. Við bætum hvor aðra upp. Erum mjög ólíkar og erum meðvitaðar um það.“ Arna: „Það hefur áhrif á afraksturinn. Okkur gengur betur. Svo eru samvistirnar mjög miklar. Oft erum við að spjalla um vinnuna hvert sem við förum. Í matarboðum, barnaafmæli, sundi og göngutúrum til dæmis. Er þetta karllægur bransi? Arna: „Já, hann hefur verið það lengi. Hér á Íslandi og alls staðar í heiminum. Í töluvert mörg ár hafa jafnmargir eða fleiri kvendoktorar útskrifast en karlar. Samt komast þær síður áfram í akademíunni, í að verða dósentar og prófessorar. Þannig hefur þetta verið í mörg ár. Hlutfall kvenprófessora við háskólann er lágt og mjög mismunandi eftir deildum og það væri sannarlega takmark að sjá það aukast meira í takt við hlutfall menntunar kvenna.“ Unnur: „Doktorsprófið helst oft í hendur við barneignatíma kvenna. Það er álagstími. Þessi tími eftir doktorspróf er því mikill álagstími og er einnig krítískur um það hvort þú nærð spretti í þínum frama. Þess vegna er jöfn skipting foreldraorlofs svo mikilvæg. Á meðan það detta út ár vegna barneigna hjá konum þá halda karlar áfram og fá framgang.“ Unnur, hverjir eru styrkleikar Örnu? „Arna er rosalega vösk og vel vakandi manneskja. Góður greinandi bæði á fólk og málefni. Hún hefur einstaklega góða tilfinningu fyrir fólki í kringum sig. Og sjálfri sér. Mér finnst hún hafa aðdáunarverða innsýn, góða sjálfsþekkingu, sem ég sakna algjörlega í eigin fari. Þetta endurspeglast bæði í einkalífi og vinnu. Fólk treystir Örnu vel. Trúir henni og treystir fyrir sínum hjartans málum. Arna er tenging mín við raunveruleikann. Mér hættir til að útiloka hann algjörlega þegar ég sekk of djúpt í eigin verkefni. Ef ég þarf að fá að vita hvað er í gangi í kringum mig, öðru en nákvæmlega í því verkefni sem ég er að einbeita mér að, þá þarf ég ekki annað en að spyrja og leita til Örnu. Það er mér mjög mikilvægt og hjálplegt.“ En Arna, hvað með Unni? Er hún svona utan við sig? „Hún er það ekki jafnoft og hún heldur. Ég myndi segja að hún sé gífurlega gáfuð manneskja, ein af okkar fremsta vísindafólki. Ég held að um það verði ekki deilt. Það er líka sjúklega gott að vinna með henni og hún er góð fyrirmynd í vísindum. En það allra besta við hana er hvað hún er gríðarlega góð vinkona. Ef það kemur eitthvað upp á, þá kemur hún. Hún hættir ekki fyrr en hún er viss um að það sé í lagi með mig. Fylgist vel með og gætir manns. Hún passar jafn vel upp á mig og sitt fólk og er trygg sínu fólki. Hún hefur sterk tilfinningatengsl við sína nánustu sem hún vinnur vel með.“ Unnur: „Arna er einn mesti þjarkur sem ég þekki. Einu sinni kom hún til mín til Bretlands og hjálpaði mér að pakka saman heilli búslóð. Hún gerði það eiginlega allt alveg ein. Á meðan var ég að bara skemmta henni við verkið, sýna henni myndir og lesa upp úr bókum og gömlum bréfum. Hún er sleggja!“ Hvaða væntingar hafið þið til verkefnisins? Arna: „Núna standa vonir okkar til þess að konur sýni rannsókninni áhuga og vilji taka þátt. Nú þegar hafa fjölmargar konur tekið þátt og við höfum fengið mjög jákvæð við- brögð, jafnvel þakklæti, frá þeim sem við höfum heyrt í. En ég hef miklar væntingar. Við Unnur gerum okkur þó grein fyrir því að þetta er langtímaverkefni. Við erum rétt að byrja.“ Unnur: „Við viljum skapa sterka þekkingu sem hefur burði til að breyta heiminum og fyrst og fremst kemur þolendum áfalla til góða í framtíðinni. En það tekur tíma, þetta er langhlaup.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira