Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/hanna Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. Tveir þingmenn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, hafa eins og frægt er orðið bæði samþykkt vantraust á einn ráðherra í ríkisstjórn VG sem og að samþykkja ekki stjórnarsáttmála Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samskipti innan þingflokksins hafi verið stirð allt frá því þing kom saman eftir kosningar. „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt,“ sagði Bjarkey. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir að samskiptin séu stirð og erfið og segir að þetta sé mál sem verði afgreitt innan þingflokksins. „Það er nú þannig að ég hef verið á þingi í tíu ár. Það hafa oft verið ólíkar skoðanir innan VG og ég held að það séu engar ástæður til að ætla að við getum ekki leyst þetta,“ segir Katrín. „Það er krefjandi að vera í stórum verkefnum eins og að vera í ríkisstjórn, við þekkjum það, og skoðanir eru ólíkar. Andrés og Rósa eru félagar í okkar hreyfingu eins og ég og allir aðrir.“ Í næstu viku verða þingstörf með eðlilegum hætti en í síðustu viku hafa staðið yfir nefndastörf. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Forsætisráðherra hefur trú á að sættir náist innan þingflokks Vinstri Grænna. 16. mars 2018 16:00 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. Tveir þingmenn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, hafa eins og frægt er orðið bæði samþykkt vantraust á einn ráðherra í ríkisstjórn VG sem og að samþykkja ekki stjórnarsáttmála Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samskipti innan þingflokksins hafi verið stirð allt frá því þing kom saman eftir kosningar. „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt,“ sagði Bjarkey. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir að samskiptin séu stirð og erfið og segir að þetta sé mál sem verði afgreitt innan þingflokksins. „Það er nú þannig að ég hef verið á þingi í tíu ár. Það hafa oft verið ólíkar skoðanir innan VG og ég held að það séu engar ástæður til að ætla að við getum ekki leyst þetta,“ segir Katrín. „Það er krefjandi að vera í stórum verkefnum eins og að vera í ríkisstjórn, við þekkjum það, og skoðanir eru ólíkar. Andrés og Rósa eru félagar í okkar hreyfingu eins og ég og allir aðrir.“ Í næstu viku verða þingstörf með eðlilegum hætti en í síðustu viku hafa staðið yfir nefndastörf.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Forsætisráðherra hefur trú á að sættir náist innan þingflokks Vinstri Grænna. 16. mars 2018 16:00 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Forsætisráðherra hefur trú á að sættir náist innan þingflokks Vinstri Grænna. 16. mars 2018 16:00
Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11