Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti reynst írska Eurovision-laginu fjötur um fót Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2018 18:06 Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við írska Eurovision-framlagið í ár. Vísir/Skjáskot Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan. Eurovision Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan.
Eurovision Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira