Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Sveinn Arnarsson skrifar 16. mars 2018 07:00 Samskipti innan þingflokks Vinstri grænna eru stirð og fram undan er uppgjör milli þingmanna. Vísir/ernir Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Ákvörðun tveggja þingmanna VG um að styðja vantraust á Sigríði Andersen hefur enn ekki verið rædd innan þingflokks VG og eru samskipti stirð milli þingflokksformanns og þingmannanna tveggja sem fóru gegn flokkslínunni. Stefnt er að því að létta á andrúmsloftinu innan flokksins með því að ræða málið á þingflokksfundi í næstu viku þegar allur þingflokkurinn verður saman kominn í þinginu eftir nefndarviku. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í síðustu viku. Þau eru nú erlendis í erindagjörðum á meðan nefndarvika stendur yfir. „Andrés er á eigin vegum þannig að hann yrði launalaus ef hann tæki inn varamann. Rósa kaus einhverra hluta vegna að taka ekki inn varamann þótt hún væri erlendis á vegum þingsins og á launum á meðan. Ég óskaði eftir því að þau bæði tækju inn varamann á þessum tíma,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.Vísir„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Auk Rósu Bjarkar og Andrésar er einnig Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, í erindum erlendis. Hann er eini þingmaður VG sem kallaði inn varamann fyrir sig. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir kalli inn varamenn. Bjarkey segir að hún hafi reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu án þess að hafa fyrir því staðfestingu né leyfi þingmannsins. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er á fundi framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París. Hún segir það alfarið hennar ákvörðun hvort varamaður sé kallaður inn eða ekki og ekki í höndum þingflokksformanns. „Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45
Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 13:11