Engin komugjöld á þessu ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2018 20:32 Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30