Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2018 12:36 Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hún vildi sagt hafa. Þetta snýst um aðstöðumun. visir/vilhelm „Fólk tengir þetta út og suður. Og fer strax að tala um afkomu aldaðra og öryrkja. En þetta snýst bara um aðstöðumun,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Nokkur reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla sem Bjarkey lét falla fyrir nokkru í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut og eru margir innilega hneykslaðir á henni.Hin umdeildu ummæliUmmælin eru eftirfarandi: „Ég fæ í kringum 180 þúsund á mánuði því ég held tvö heimili og það dugar ekki fyrir afborgunum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjárfesti hér í 2013, sem var þó á þokkalegu góðu verði miðað við gengi dagsins í dag.Og nýju þingmennirnir í mínu kjördæmi sem voru kjörnir á þing í fyrra eru enn verr staddir, vegna þess að þeir koma hér inn á leigumarkaðinn undir þessum kringumstæðum eða að reyna að fjárfesta sér, það kostar auðvitað eins og við þekkjum og húsnæðismarkaðsverðið hefur hækkað mikið, þannig að þeir eru enn verr settir en ég. Og eins og ég segi, við þekkjum það og þetta dugar ekki til,“ sagði Bjarkey.Úthrópuð á netinuÞetta féll í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Vægast sagt. Í ljósi mikillar umræðu um sporslur til handa þingmönnum var þetta líkast til ekki rétti tíminn til að benda á þetta. Til að mynda segir ráðgjafi Pírata, Thor Fanndal, Bjarkey hafa þetta um „nísku kjósenda og almennings“ að segja; „sem gefur henni bara 180 þúsund á mánuði til að 'fjárfesta' í íbúð. Hún þarf sem sagt að borga aðeins á milli fyrir að eignast húsnæði númer tvö. Skammarlega illa komið fram við okkar besta fólk.“Skjáskot af umræðum á Pírataspjallinu í framhaldi af umdeildum ummælum Bjarkeyjar.Á Pírataspjallinu er Bjarkey svo í framhaldinu ekki vandaðar kveðjurnar. Nokkrar stikkprufur: „Sjálftakan er botnlaus hjá þessu liði...“ „Og hún fær bílaleigubíl til afnota þegar hún fer norður.Og frítt flugfar.“ „VG er náttúrulega kominn í þannig félagsskap að það er smá lúðaskapur að eiga ekki fasteignir, í fleirtölu, sem ríkið hefur á einn eða annan máta greitt leið þeirra að eignast.“ Bjarkey segist aldrei fara inná Pírataspjallið en hún kannast vissulega við það að ummæli hennar hafi ekki vakið mikla lukku.Klaufalega orðað „Já, já, má vel vera að ég hafi getað orðað þetta eitthvað öðru vísi og ekki svona klaufalega. Í grunninn snýst þetta um að við vorum að ræða um starfskjör þingmanna, sem verið hafa til umræðu að undanförnu, og bara til góða. En, kjarninn í mínu máli er sá að þingmenn eiga að sitja við sama borð, þingmenn á stórhöfuðborgarsvæðinu og þingmenn af landsbyggðinni,“ segir Bjarkey.Bjarkey í þætti Lindu Blöndal. Ummæli hennar hafa valdið verulegri ólgu.Hún segir þetta snúast um aðstöðumun. „Þannig að við þurfum ekki að sætta okkur við lægri afkomu en þeir þingmenn. Sem fælist þá í því að við vinnum hlið við hlið en af því að vinnustaðurinn er jú hér í Reykjavík, þá er óeðlilegt að landsbyggðarþingmenn þurfi að borga með sér til að sækja vinnuna. Það er inntak þess sem ég var að reyna að segja. Ég var að tala um að það kostar að hafa þingmenn allstaðar að að landinu og þarna er í raun verið að mæta þeim aðstöðumun.“Hefðu viðbrögðin verið öðru vísi hefði verið vísað til leigu? Þá segir Bjarkey þetta ekki snúast um það „hvort maður kaupir sér eign eða er á leigumarkaði. Það er kannski það sem þarf, verið að hrauna yfir mig, ætti þingið að kaupa fyrir mig aðra íbúð, snýst ekki um það heldur að jafna þennan aðstöðumun. Annars erum við farin að tala um landsbyggðaskatt.“ Bjarkey segist telja það mikilvægt að hún búi eftir sem áður í sinni heimabyggð, að hún og aðrir landsbyggðaþingmenn séu ekki fluttir hreppaflutningum á suðvesturhornið til fastrar búsetu. „Hefði gagnrýnin verið öðru vísi ef ég hefði sagt að maður hafi ekki fyrir leigunni. Nei, þetta snýst um þennan aðstöðumun sem annars væri til staðar ef þingið legði þetta ekki til.“ Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kkjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. 8. mars 2018 12:56 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Fólk tengir þetta út og suður. Og fer strax að tala um afkomu aldaðra og öryrkja. En þetta snýst bara um aðstöðumun,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Nokkur reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla sem Bjarkey lét falla fyrir nokkru í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut og eru margir innilega hneykslaðir á henni.Hin umdeildu ummæliUmmælin eru eftirfarandi: „Ég fæ í kringum 180 þúsund á mánuði því ég held tvö heimili og það dugar ekki fyrir afborgunum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjárfesti hér í 2013, sem var þó á þokkalegu góðu verði miðað við gengi dagsins í dag.Og nýju þingmennirnir í mínu kjördæmi sem voru kjörnir á þing í fyrra eru enn verr staddir, vegna þess að þeir koma hér inn á leigumarkaðinn undir þessum kringumstæðum eða að reyna að fjárfesta sér, það kostar auðvitað eins og við þekkjum og húsnæðismarkaðsverðið hefur hækkað mikið, þannig að þeir eru enn verr settir en ég. Og eins og ég segi, við þekkjum það og þetta dugar ekki til,“ sagði Bjarkey.Úthrópuð á netinuÞetta féll í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Vægast sagt. Í ljósi mikillar umræðu um sporslur til handa þingmönnum var þetta líkast til ekki rétti tíminn til að benda á þetta. Til að mynda segir ráðgjafi Pírata, Thor Fanndal, Bjarkey hafa þetta um „nísku kjósenda og almennings“ að segja; „sem gefur henni bara 180 þúsund á mánuði til að 'fjárfesta' í íbúð. Hún þarf sem sagt að borga aðeins á milli fyrir að eignast húsnæði númer tvö. Skammarlega illa komið fram við okkar besta fólk.“Skjáskot af umræðum á Pírataspjallinu í framhaldi af umdeildum ummælum Bjarkeyjar.Á Pírataspjallinu er Bjarkey svo í framhaldinu ekki vandaðar kveðjurnar. Nokkrar stikkprufur: „Sjálftakan er botnlaus hjá þessu liði...“ „Og hún fær bílaleigubíl til afnota þegar hún fer norður.Og frítt flugfar.“ „VG er náttúrulega kominn í þannig félagsskap að það er smá lúðaskapur að eiga ekki fasteignir, í fleirtölu, sem ríkið hefur á einn eða annan máta greitt leið þeirra að eignast.“ Bjarkey segist aldrei fara inná Pírataspjallið en hún kannast vissulega við það að ummæli hennar hafi ekki vakið mikla lukku.Klaufalega orðað „Já, já, má vel vera að ég hafi getað orðað þetta eitthvað öðru vísi og ekki svona klaufalega. Í grunninn snýst þetta um að við vorum að ræða um starfskjör þingmanna, sem verið hafa til umræðu að undanförnu, og bara til góða. En, kjarninn í mínu máli er sá að þingmenn eiga að sitja við sama borð, þingmenn á stórhöfuðborgarsvæðinu og þingmenn af landsbyggðinni,“ segir Bjarkey.Bjarkey í þætti Lindu Blöndal. Ummæli hennar hafa valdið verulegri ólgu.Hún segir þetta snúast um aðstöðumun. „Þannig að við þurfum ekki að sætta okkur við lægri afkomu en þeir þingmenn. Sem fælist þá í því að við vinnum hlið við hlið en af því að vinnustaðurinn er jú hér í Reykjavík, þá er óeðlilegt að landsbyggðarþingmenn þurfi að borga með sér til að sækja vinnuna. Það er inntak þess sem ég var að reyna að segja. Ég var að tala um að það kostar að hafa þingmenn allstaðar að að landinu og þarna er í raun verið að mæta þeim aðstöðumun.“Hefðu viðbrögðin verið öðru vísi hefði verið vísað til leigu? Þá segir Bjarkey þetta ekki snúast um það „hvort maður kaupir sér eign eða er á leigumarkaði. Það er kannski það sem þarf, verið að hrauna yfir mig, ætti þingið að kaupa fyrir mig aðra íbúð, snýst ekki um það heldur að jafna þennan aðstöðumun. Annars erum við farin að tala um landsbyggðaskatt.“ Bjarkey segist telja það mikilvægt að hún búi eftir sem áður í sinni heimabyggð, að hún og aðrir landsbyggðaþingmenn séu ekki fluttir hreppaflutningum á suðvesturhornið til fastrar búsetu. „Hefði gagnrýnin verið öðru vísi ef ég hefði sagt að maður hafi ekki fyrir leigunni. Nei, þetta snýst um þennan aðstöðumun sem annars væri til staðar ef þingið legði þetta ekki til.“
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kkjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. 8. mars 2018 12:56 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kkjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. 8. mars 2018 12:56
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25