Plastagnir finnast í vatni á flöskum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 11:02 Vatn frá vatnsrisanum Evian var meðal annars rannsakað. vísir/getty Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér. Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22
Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57
Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09