Segir Íslendinga stunda þjóðarmorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 11:15 Töluverð umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar CBS á síðasta ári. Vísir/Getty „Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið. Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið.
Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57