Byrjaði 13 ára að spara og keypti sína fyrstu íbúð á Bárugötunni 18 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2018 09:30 Aron Már tók íbúðina í nefið. Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins. Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins.
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira