Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 10:00 Haukakonur enduðu deildarmeistaradrauma Framliðsins í gær. vísir/valgarður Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. Bikarmeistarar Fram eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals þegar ein umferð er eftir af Olís deild kvenna en þær geta samt ekki orðið deildarmeistarar á laugardaginn. Framkonur klúðruðu bókstaflega deildarmeistaratitlinum með því að tapa á Ásvöllum í gær en nokkrum dögum fyrr hafði Fram unnið bikarúrslitaleik liðanna með fjórtán mörkum. Þrjú lið eiga einn möguleika á deildarmeistaratitlinum en það eru lið Vals, Hauka og ÍBV. Tap Framliðsins á Ásvöllum í gær þýðir að möguleikar Fram eru úr sögunni. Fram-liðið getur aðeins endað með jafnmörg stig og Valur og Haukar en Framkonur verða þó alltaf neðstar af þessum þremur liðum vegna slaks árangurs í innbyrðisleikjum efstu liðanna. Haukakonur voru nefnilega að vinna Fram í þriðja sinn í deildinni í gær og það kemur í bakið á Safamýrarkonum. Haukakonur þurfa bæði að treysta á sjálfan sig og Fram í lokaumferðinni. Haukaliðið þarf nefnilega að vinna sinn leik á móti Val með meira en einu marki og treysta síðan á það að Eyjakonur nái þeim ekki að stigum. Takist það verður Haukaliðið deildarmeistari. Verði ÍBV með jafnmörg stig og lið Vals og Hauka þá verður ÍBV deildarmeistari enda með bestan árangur í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Til að breyta því þyrftu Haukakonur að vinna sextán marka sigur á Val í lokaumferðinni. Hérna vegur ellefu marka sigur ÍBV á Haukum í byrjun febrúar þungt. Valskonur eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálfar en Valsliðinu nægir stig í lokaleiknum sínum á móti Haukum.Eyjakonan Ester Óskarsdóttir.Vísir/StefánSvona er staðanValur (32 stig) verður deildarmeistari - Með því að fá stig í lokaleiknum á móti HaukumHaukar (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Val með meira en einu marki ef ÍBV vinnur ekki FramÍBV (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Fram og að Valur fái ekki stigFram (30 stig) verður deildarmeistari - Getur ekki orðið deildarmeistariStaðan í innbyrðisleikjum liðanna:Valur og Haukar Valur 3 stig (+1) Haukar 1 stig (-1)Valur, Haukar og Fram Haukar 7 stig (+10) Valur 5 stig (-5) Fram 4 stig (-5)Valur, Haukar og ÍBV ÍBV 6 stig (+7) Valur 6 stig (+1) Haukar 4 stig (-8) Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. Bikarmeistarar Fram eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals þegar ein umferð er eftir af Olís deild kvenna en þær geta samt ekki orðið deildarmeistarar á laugardaginn. Framkonur klúðruðu bókstaflega deildarmeistaratitlinum með því að tapa á Ásvöllum í gær en nokkrum dögum fyrr hafði Fram unnið bikarúrslitaleik liðanna með fjórtán mörkum. Þrjú lið eiga einn möguleika á deildarmeistaratitlinum en það eru lið Vals, Hauka og ÍBV. Tap Framliðsins á Ásvöllum í gær þýðir að möguleikar Fram eru úr sögunni. Fram-liðið getur aðeins endað með jafnmörg stig og Valur og Haukar en Framkonur verða þó alltaf neðstar af þessum þremur liðum vegna slaks árangurs í innbyrðisleikjum efstu liðanna. Haukakonur voru nefnilega að vinna Fram í þriðja sinn í deildinni í gær og það kemur í bakið á Safamýrarkonum. Haukakonur þurfa bæði að treysta á sjálfan sig og Fram í lokaumferðinni. Haukaliðið þarf nefnilega að vinna sinn leik á móti Val með meira en einu marki og treysta síðan á það að Eyjakonur nái þeim ekki að stigum. Takist það verður Haukaliðið deildarmeistari. Verði ÍBV með jafnmörg stig og lið Vals og Hauka þá verður ÍBV deildarmeistari enda með bestan árangur í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. Til að breyta því þyrftu Haukakonur að vinna sextán marka sigur á Val í lokaumferðinni. Hérna vegur ellefu marka sigur ÍBV á Haukum í byrjun febrúar þungt. Valskonur eru eina liðið sem þarf bara að treysta á sig sjálfar en Valsliðinu nægir stig í lokaleiknum sínum á móti Haukum.Eyjakonan Ester Óskarsdóttir.Vísir/StefánSvona er staðanValur (32 stig) verður deildarmeistari - Með því að fá stig í lokaleiknum á móti HaukumHaukar (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Val með meira en einu marki ef ÍBV vinnur ekki FramÍBV (30 stig) verður deildarmeistari - Með því að vinna Fram og að Valur fái ekki stigFram (30 stig) verður deildarmeistari - Getur ekki orðið deildarmeistariStaðan í innbyrðisleikjum liðanna:Valur og Haukar Valur 3 stig (+1) Haukar 1 stig (-1)Valur, Haukar og Fram Haukar 7 stig (+10) Valur 5 stig (-5) Fram 4 stig (-5)Valur, Haukar og ÍBV ÍBV 6 stig (+7) Valur 6 stig (+1) Haukar 4 stig (-8)
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira