Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Fyrirkomulag strandveiða hefur lítið breyst frá árinu 2009. Meiri afli hefur farið inn í kerfið en tekjur sjómanna hins vegar minnkað á sama tíma. Hilmar Thorarensen gerir út frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum Vísir/Stefán Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira