Reykjavíkurborg vill efla atvinnutengt nám Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Davíð Thor Morgan vinnur einu sinni i viku í Bauhaus. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira