Íslenski boltinn

Ótrúleg endurkoma Ólafsvíkinga gegn funheitu Fjölnisliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ejub er enn við stjórnvölinn hjá Ólafsvík og er væntanlega sáttur með sína menn í kvöld.
Ejub er enn við stjórnvölinn hjá Ólafsvík og er væntanlega sáttur með sína menn í kvöld. vísir/stefán
Víkingur Ólafsvík snéri töpuðum leik sér í hag þegar þeir unnu 3-2 sigur á sjóðheitu liði Fjölnis í Akraneshöllinni í kvöld, en leikurinn var liður í A-deild Lengjubikarsins.

Fjölnismenn komust yfir á tólftu mínútu og tvöfölduðu svo forystuna á 71. mínútu. Þá héldu einhverjir að leik væri bara lokið og Inkasso-lið Ólafsvíkur væru dottnir af baki.

Svo var heldur betur ekki. Þeir minnkuðu muninn á 77. mínútu og sjö mínútum síðar jöfnuðu þeir af vítapunktinum. Sigurmarkið kom svo tveimur mínútum fyrir leikslok og ótrúlegur 3-2 sigur Ólafsvíkinga staðreynd.

Þetta var fyrsta tap Fjölnis í Lengjubikarnum, en þeir eru í öðru sæti riðilsins með sjö stig. Ólafsvíkingar eru með jafn mörg stig í fjórða sæti, en á milli liðanna er Keflavík einnig með sjö stig.

Úrslit eru fengin frá www.urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×