Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Hraunhólar 4 og 4a. Á meðan Hilde Hundstuen hefur haldið sinni eign við hefur samliggjandi eign í eigu Garðabæjar drabbast niður Vísir/Eyþór „Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00