Hafa þurft að fresta 23 leikjum hjá sama liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2018 18:15 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Oft þarf að fresta leikjum á Íslandi vegna veðurs en aldrei hefur þá skapast eins slæmt ástand og hjá einu I-deildarliði í enska fótboltanum. Enska fótboltaliðið 1874 Northwich hefur nefnilega nóg að gera á næstunni þökk sé þróun mála á tímabilinu til þessa. Það hefur nefnilega alls þurft að fresta 23 leikjum liðsins á tímabilinu en 1874 Northwich spilar í North West Counties deildinni í enska utandeildafótboltanum.Let's all take a moment to think about 1874 Northwich. The North West side have suffered an incredible 23 postponements so far this season! Full storyhttps://t.co/gEWVgQBJSXpic.twitter.com/woYxjhxu2I — BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2018 „Við þurfum núna að klára 27 leiki á átta dögum. Við erum líka ennþá inni í þremur bikarkeppnum og þetta gætu því orðið 32 leikir,“ sagði Mark Riding, stjóri liðsins. 1874 Northwich spilar í I-deild enska boltans en liðið lék einnig ellefu leiki í enska bikarnum á leiktíðinni. Þeir duttu loks út úr þriðju umferð undankeppninnar eftir endurtekinn leik á móti Ossett Town. Nú síðast var leik liðsins á móti AFC Darwen frestað um síðustu helgi. 23 frestanir og tímabilið ekki hálfnað, leikjalega séð. Liðið þarf núna að spila þrjá leiki á viku til loka tímabilsins því enska knattspyrnusambandið leyfir ekki að lengja tímabilið þrátt fyrir allar þessar frestanir. Fyrir tveimur árum þurfti lið að spila tvo leiki á sama degi til að klára leiki sína í tíma og 1874 Northwich gæti einnig lent í þeirri stöðu. Orðið leikjaálag öðlast nýja merkingu hjá flestum eftir að hafa skoðað nánar leikjadagskrá 1874 Northwich á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Oft þarf að fresta leikjum á Íslandi vegna veðurs en aldrei hefur þá skapast eins slæmt ástand og hjá einu I-deildarliði í enska fótboltanum. Enska fótboltaliðið 1874 Northwich hefur nefnilega nóg að gera á næstunni þökk sé þróun mála á tímabilinu til þessa. Það hefur nefnilega alls þurft að fresta 23 leikjum liðsins á tímabilinu en 1874 Northwich spilar í North West Counties deildinni í enska utandeildafótboltanum.Let's all take a moment to think about 1874 Northwich. The North West side have suffered an incredible 23 postponements so far this season! Full storyhttps://t.co/gEWVgQBJSXpic.twitter.com/woYxjhxu2I — BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2018 „Við þurfum núna að klára 27 leiki á átta dögum. Við erum líka ennþá inni í þremur bikarkeppnum og þetta gætu því orðið 32 leikir,“ sagði Mark Riding, stjóri liðsins. 1874 Northwich spilar í I-deild enska boltans en liðið lék einnig ellefu leiki í enska bikarnum á leiktíðinni. Þeir duttu loks út úr þriðju umferð undankeppninnar eftir endurtekinn leik á móti Ossett Town. Nú síðast var leik liðsins á móti AFC Darwen frestað um síðustu helgi. 23 frestanir og tímabilið ekki hálfnað, leikjalega séð. Liðið þarf núna að spila þrjá leiki á viku til loka tímabilsins því enska knattspyrnusambandið leyfir ekki að lengja tímabilið þrátt fyrir allar þessar frestanir. Fyrir tveimur árum þurfti lið að spila tvo leiki á sama degi til að klára leiki sína í tíma og 1874 Northwich gæti einnig lent í þeirri stöðu. Orðið leikjaálag öðlast nýja merkingu hjá flestum eftir að hafa skoðað nánar leikjadagskrá 1874 Northwich á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira