Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2018 12:30 Séra Davíð Þór á meira inni hjá hlustendum Útvarps Sögu en margur gat séð fyrir. Fyrir liggur að afgerandi meirihluti hlustenda Útvarps Sögu vill ekki að séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, verði rekinn úr starfi. Veruleg ólga hefur verið meðal stjórnenda Útvarps Sögu, þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar helstu raddar stöðvarinnar, vegna kveðskapar Séra Davíðs Þórs. Vísurnar eru heldur harkalegar og í einni þeirri er spjótum beint að Útvarpi Sögu.Arnþrúður og þá ekki síður Pétur hafa tekið þessu afar óstinnt upp og krafið Agnesi M. Sigurðardóttur, sem er biskup yfir Íslandi, svara. Þeim finnst ekki búandi við það að svo illyrmislegur klerkur, að þeirra mati, þrífist innan vébanda kirkjunnar. Í gær var svo efnt sérstaklega til skoðanakönnunar meðal hlustenda og spurt: „Á að reka séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju úr starfi?“ (Í fyrstu útgáfunni var reyndar talað um „sýra Davíð Þór“). Niðurstaðan kann að koma á óvart því tæp 60 prósent hlustenda Útvarps Sögu eru þeirrar skoðunar að ekki beri að reka séra Davíð en tæp 39 prósent telja að grípa eigi til þess. Tæp tvö prósent kjósenda lýstu sig svo hlutlaus gagnvart þessu mikla álitaefni. Fjölmiðlar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Fyrir liggur að afgerandi meirihluti hlustenda Útvarps Sögu vill ekki að séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, verði rekinn úr starfi. Veruleg ólga hefur verið meðal stjórnenda Útvarps Sögu, þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar helstu raddar stöðvarinnar, vegna kveðskapar Séra Davíðs Þórs. Vísurnar eru heldur harkalegar og í einni þeirri er spjótum beint að Útvarpi Sögu.Arnþrúður og þá ekki síður Pétur hafa tekið þessu afar óstinnt upp og krafið Agnesi M. Sigurðardóttur, sem er biskup yfir Íslandi, svara. Þeim finnst ekki búandi við það að svo illyrmislegur klerkur, að þeirra mati, þrífist innan vébanda kirkjunnar. Í gær var svo efnt sérstaklega til skoðanakönnunar meðal hlustenda og spurt: „Á að reka séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju úr starfi?“ (Í fyrstu útgáfunni var reyndar talað um „sýra Davíð Þór“). Niðurstaðan kann að koma á óvart því tæp 60 prósent hlustenda Útvarps Sögu eru þeirrar skoðunar að ekki beri að reka séra Davíð en tæp 39 prósent telja að grípa eigi til þess. Tæp tvö prósent kjósenda lýstu sig svo hlutlaus gagnvart þessu mikla álitaefni.
Fjölmiðlar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00