Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM „Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00