Úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart barnsmóður sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 18:18 Landsréttur er til húsa við Vesturvör í Kópavogi. VÍSIR/STEFÁN Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að karlmaður á fertugsaldri skuli sæta nálgunarbanni í 6 mánuði gagnvart barnsmóður sinni. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að barnsmóðir mannsins hafi lagt fram beiðni um nálgunarbann á hendur honum í febrúar síðastliðnum vegna hótana og ítrekaðs ónæðis. Maðurinn, sem hefur endurtekið verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot, fékk reynslulausn úr fangelsi árið 2017 og í úrskurði segir að hann virðist strax hafa byrjað að áreita konuna. Í úrskurði kemur einnig fram að hann hafi komið í heimsókn til konunnar og verið mjög ógnandi. Bæði hótað að drepa brotaþola og rústa lífi hennar. Þá hafi hann „kastað vasa í gluggann“, verið mjög ógnandi og öskrað á hana. Brotaþoli kveðst hafa orðið mjög hrædd og óttast um líf sitt og velferð sína og barns síns. Samkvæmt úrskurði neitar maðurinn téðum hótunum en kveðst hafa orðið reiður og hugsanlega sagt við konuna í reiðikasti að hann ætli að „rústa lífi hennar“. Í úrskurði kemur einnig fram að lögreglustjóri hafi byggt ákvörðun sína um nálgunarbann á því að maðurinn sé sterklega grunaður um hótun, eftir atvikum heimilisofbeldi, á heimili brotaþola. Hann hafi verið dæmdur fyrir gróft ofbeldisbrot gagnvart brotaþola og hafi áður áreitt hana. Þá hafi hann einnig verið ákærður og sakfelldur fyrir stórfellt ofbeldi gagnvart aðila sem brotaþoli var að hitta. Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að karlmaður á fertugsaldri skuli sæta nálgunarbanni í 6 mánuði gagnvart barnsmóður sinni. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að barnsmóðir mannsins hafi lagt fram beiðni um nálgunarbann á hendur honum í febrúar síðastliðnum vegna hótana og ítrekaðs ónæðis. Maðurinn, sem hefur endurtekið verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot, fékk reynslulausn úr fangelsi árið 2017 og í úrskurði segir að hann virðist strax hafa byrjað að áreita konuna. Í úrskurði kemur einnig fram að hann hafi komið í heimsókn til konunnar og verið mjög ógnandi. Bæði hótað að drepa brotaþola og rústa lífi hennar. Þá hafi hann „kastað vasa í gluggann“, verið mjög ógnandi og öskrað á hana. Brotaþoli kveðst hafa orðið mjög hrædd og óttast um líf sitt og velferð sína og barns síns. Samkvæmt úrskurði neitar maðurinn téðum hótunum en kveðst hafa orðið reiður og hugsanlega sagt við konuna í reiðikasti að hann ætli að „rústa lífi hennar“. Í úrskurði kemur einnig fram að lögreglustjóri hafi byggt ákvörðun sína um nálgunarbann á því að maðurinn sé sterklega grunaður um hótun, eftir atvikum heimilisofbeldi, á heimili brotaþola. Hann hafi verið dæmdur fyrir gróft ofbeldisbrot gagnvart brotaþola og hafi áður áreitt hana. Þá hafi hann einnig verið ákærður og sakfelldur fyrir stórfellt ofbeldi gagnvart aðila sem brotaþoli var að hitta.
Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira