Valgerður: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég á heima þarna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 20:15 Valgerður Guðsteinsdóttir, hnefaleikakona, tapaði á dómaraúrskurði í sínum fyrsta titilbardaga í Noregi um helgina en hún vonast eftir að fá annað tækifæri snemma á næsta ári. Valgerður fékk óvænt tækifæri á titilbardaga með átta daga fyrirvara gegn einni þeirri bestu í Evrópu, Katharinu Thanderz, frá Noregi. Bardaginn fór fram á heimavelli meistarans og stóð Valgerður allar átta loturnar með Thanderz en tapaði á dómaraúrskurði. Frábær frammistaða gegn frábærum andstæðing. „Þetta var alveg rugluð vika. Hún leið hratt, alveg ótrúlegt. Það var gaman að geta keppt þarna til að vita hvað býr í manni. Nú er pínu spennufall og rólegheit, en mér líður mjög vel,“ segir Valgerður. Valgerður stóð sig með mikilli prýði, en að fá svona bardaga á þessu stigi ferilsins segir henni nákvæmlega hvar hún stendur í baráttunni við þær bestu. „Maður hefur velt því fyrir sér hvort maður eigi heima á meðal þessara stelpna. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér og lærði rosalega mikið inn á sjálfa mig. Nú veit ég það, að ég get farið átta lotur án þess að fá of mikinn undirbúning.Ég þarf að bæta ýmislegt og það er það góða við þetta. Ég þarf að bæta tækni, tímasetningar og fjarlægðina,“ Frammistaða íslensku hnefaleikadrottningarinnar vakti eðlilega mikla athygli í Noregi þar sem flestir bjuggust við því að Thanderz myndi vinna auðveldlega. „Ég sá það að ég sjokkeraði þau svolítið. Hún var búin að vera í stífum æfingabúðum því hún átti að verja Evrópumeistaratitilinn, en það breyttist með viku fyrirvara. Þau sögðu ekki mikið þegar að ég kom og þakkaði þeim fyrir. Þau voru hissa, en almennileg,“ segir hún og hlær. Valgerður þarf nú að taka því rólega í nokkra daga en hefur svo æfingar á nýju í næstu viku. Hún býst við að berjast nokkrum sinnum til viðbótar á árinu, en á hún von á öðrum titilbardaga? „Vonandi bara snemma á næsta ári,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Box Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir, hnefaleikakona, tapaði á dómaraúrskurði í sínum fyrsta titilbardaga í Noregi um helgina en hún vonast eftir að fá annað tækifæri snemma á næsta ári. Valgerður fékk óvænt tækifæri á titilbardaga með átta daga fyrirvara gegn einni þeirri bestu í Evrópu, Katharinu Thanderz, frá Noregi. Bardaginn fór fram á heimavelli meistarans og stóð Valgerður allar átta loturnar með Thanderz en tapaði á dómaraúrskurði. Frábær frammistaða gegn frábærum andstæðing. „Þetta var alveg rugluð vika. Hún leið hratt, alveg ótrúlegt. Það var gaman að geta keppt þarna til að vita hvað býr í manni. Nú er pínu spennufall og rólegheit, en mér líður mjög vel,“ segir Valgerður. Valgerður stóð sig með mikilli prýði, en að fá svona bardaga á þessu stigi ferilsins segir henni nákvæmlega hvar hún stendur í baráttunni við þær bestu. „Maður hefur velt því fyrir sér hvort maður eigi heima á meðal þessara stelpna. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér og lærði rosalega mikið inn á sjálfa mig. Nú veit ég það, að ég get farið átta lotur án þess að fá of mikinn undirbúning.Ég þarf að bæta ýmislegt og það er það góða við þetta. Ég þarf að bæta tækni, tímasetningar og fjarlægðina,“ Frammistaða íslensku hnefaleikadrottningarinnar vakti eðlilega mikla athygli í Noregi þar sem flestir bjuggust við því að Thanderz myndi vinna auðveldlega. „Ég sá það að ég sjokkeraði þau svolítið. Hún var búin að vera í stífum æfingabúðum því hún átti að verja Evrópumeistaratitilinn, en það breyttist með viku fyrirvara. Þau sögðu ekki mikið þegar að ég kom og þakkaði þeim fyrir. Þau voru hissa, en almennileg,“ segir hún og hlær. Valgerður þarf nú að taka því rólega í nokkra daga en hefur svo æfingar á nýju í næstu viku. Hún býst við að berjast nokkrum sinnum til viðbótar á árinu, en á hún von á öðrum titilbardaga? „Vonandi bara snemma á næsta ári,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Box Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira