Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. mars 2018 00:02 Sérfræðingar að störfum á vettvangi í Salisbury. Vísir/AFP Íbúar í Salsburry hafa áhyggjur af því að lögregla hafi ekki fyrr gefið út fyrirmæli til fólks um þvott á eigum í tengslum við eiturefnaárásina sem var gerð þar fyrir viku. Gestir á veitingahúsinu Zizzi, þar sem fyrrum njósnarinn Sergei Skripal borðaði ásamt dóttur sinni Yuliu Skripal, hafa verið beðnir aðþrífa fatnað og annað sem þeir voru meðá sér þetta umrædda kvöld. Feðginin urðu fyrir eiturefnaárás en leyfar af efninu sem notað var til að eitra fyrir þeim fundust á og í kringum borðið sem þau sátu við á veitingastaðnum. Samkvæmt frétt BBC hefur borðið og fleira verið fjarlægt og eytt. Vísindamenn hafa sagt við lögreglu aðþaðætti að bíða í nokkrar vikur með að opna svæðiðá ný. Leyfar af efninu fundust líka á Mill barnum í Salsbury. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn fyrir viku ásamt dóttur sinni. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Lögreglan hefur gefiðút fyrirmæli til allra sem voru á sömu stöðum á svipuðum tíma. Er það gert til að gæta ítrustu varúðar en er ekki talið að starfsfólk eða viðskiptavinir hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna taugaeitursins. Staðirnir eru enn lokaðir og kemst enginn nálægt þeim.Ástandið enn alvarlegt Allir gestir staðanna frá 13:30 sunnudaginn 4. mars til kvöldsins 5. mars eru beðnir að þvo föt og setja föt sem ekki má þvo í lokaða plastpoka. Nauðsynlegt er aðþrífa síma, töskur og önnur rafmagnstæki með blautþurrkum sem þarf svo að setja í plastpoka og í ruslið strax á eftir. Aðra hluti eins og gleraugu og skartgripi þarf aðþvo með vatni og sápu. Mikilvægt er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að koma við eitthvað sem grunur leikur á að hafi hugsanlega mengast. Mjög mikið hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Samkvæmt frétt BBC hafa íbúar áhyggjur yfir því að þessi fyrirmæli hafi ekki verið gefin út strax. Ástand feðginana er enn mjög alvarleg en líðan þeirra er nú stöðug. Sergei er 66 ára en Yulia er 33 ára. Þau dvelja enn á sjúkrahúsi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Íbúar í Salsburry hafa áhyggjur af því að lögregla hafi ekki fyrr gefið út fyrirmæli til fólks um þvott á eigum í tengslum við eiturefnaárásina sem var gerð þar fyrir viku. Gestir á veitingahúsinu Zizzi, þar sem fyrrum njósnarinn Sergei Skripal borðaði ásamt dóttur sinni Yuliu Skripal, hafa verið beðnir aðþrífa fatnað og annað sem þeir voru meðá sér þetta umrædda kvöld. Feðginin urðu fyrir eiturefnaárás en leyfar af efninu sem notað var til að eitra fyrir þeim fundust á og í kringum borðið sem þau sátu við á veitingastaðnum. Samkvæmt frétt BBC hefur borðið og fleira verið fjarlægt og eytt. Vísindamenn hafa sagt við lögreglu aðþaðætti að bíða í nokkrar vikur með að opna svæðiðá ný. Leyfar af efninu fundust líka á Mill barnum í Salsbury. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn fyrir viku ásamt dóttur sinni. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Lögreglan hefur gefiðút fyrirmæli til allra sem voru á sömu stöðum á svipuðum tíma. Er það gert til að gæta ítrustu varúðar en er ekki talið að starfsfólk eða viðskiptavinir hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna taugaeitursins. Staðirnir eru enn lokaðir og kemst enginn nálægt þeim.Ástandið enn alvarlegt Allir gestir staðanna frá 13:30 sunnudaginn 4. mars til kvöldsins 5. mars eru beðnir að þvo föt og setja föt sem ekki má þvo í lokaða plastpoka. Nauðsynlegt er aðþrífa síma, töskur og önnur rafmagnstæki með blautþurrkum sem þarf svo að setja í plastpoka og í ruslið strax á eftir. Aðra hluti eins og gleraugu og skartgripi þarf aðþvo með vatni og sápu. Mikilvægt er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að koma við eitthvað sem grunur leikur á að hafi hugsanlega mengast. Mjög mikið hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Samkvæmt frétt BBC hafa íbúar áhyggjur yfir því að þessi fyrirmæli hafi ekki verið gefin út strax. Ástand feðginana er enn mjög alvarleg en líðan þeirra er nú stöðug. Sergei er 66 ára en Yulia er 33 ára. Þau dvelja enn á sjúkrahúsi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41