Woods höggi frá bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:09 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods var einu höggi frá því að tryggja sér bráðabana á Valspar mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Woods byrjaði daginn einu höggi á eftir Kanadamanninum Corey Conners sem hafði leitt mótið alla helgina en Woods hefur ekki unnið mót síðan árið 2013. Fyrir síðustu þrjár holurnar var Englendingurinn Paul Casey með tveggja högga forystu á Tiger Woods, en hann kom í hús rúmum klukkutíma á undan Woods. Loka holurnar þrjár á vellinum í Flórída eru mjög erfiðar og gefa ekki mörg færi á fuglum. Woods nýtti hins vegar alla reynslu sína og setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu og minnkaði forskot Casey niður í eitt högg. Hann náði að stilla upp langt pútt fyrir fugli á 18. holunni og hefði getað tryggt sér bráðabana hefði hann sett það ofan í, en var of stuttur og Casey fór með sigurinn.TIGER WOODS!!!!! 1. Shot. Back. #QuickHitspic.twitter.com/EzmFJvu0sN — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Woods endaði í 2.-3. sæti með landa sínum Patrick Reed á níu höggum undir pari. Reed var jafn Casey í forystunni fyrir loka holuna en þar lenti hann í vandræðum og fékk skolla. Conners átti virkilega slæman dag í dag og endaði mótið í 16.-27. sæti á þremur höggum undir pari, en hann fór hringinn í dag á 6 höggum yfir pari.Golf is heartbreaking. Patrick Reed will finish short by 1.#QuickHitspic.twitter.com/gzFzrDMDor — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods var einu höggi frá því að tryggja sér bráðabana á Valspar mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Woods byrjaði daginn einu höggi á eftir Kanadamanninum Corey Conners sem hafði leitt mótið alla helgina en Woods hefur ekki unnið mót síðan árið 2013. Fyrir síðustu þrjár holurnar var Englendingurinn Paul Casey með tveggja högga forystu á Tiger Woods, en hann kom í hús rúmum klukkutíma á undan Woods. Loka holurnar þrjár á vellinum í Flórída eru mjög erfiðar og gefa ekki mörg færi á fuglum. Woods nýtti hins vegar alla reynslu sína og setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 17. holu og minnkaði forskot Casey niður í eitt högg. Hann náði að stilla upp langt pútt fyrir fugli á 18. holunni og hefði getað tryggt sér bráðabana hefði hann sett það ofan í, en var of stuttur og Casey fór með sigurinn.TIGER WOODS!!!!! 1. Shot. Back. #QuickHitspic.twitter.com/EzmFJvu0sN — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018 Woods endaði í 2.-3. sæti með landa sínum Patrick Reed á níu höggum undir pari. Reed var jafn Casey í forystunni fyrir loka holuna en þar lenti hann í vandræðum og fékk skolla. Conners átti virkilega slæman dag í dag og endaði mótið í 16.-27. sæti á þremur höggum undir pari, en hann fór hringinn í dag á 6 höggum yfir pari.Golf is heartbreaking. Patrick Reed will finish short by 1.#QuickHitspic.twitter.com/gzFzrDMDor — PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2018
Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira