Enski boltinn

Kristján Flóki byrjar deildarkeppnina í Noregi með marki og stoðsendingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH síðasta sumar
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH síðasta sumar Vísir/Stefán
Fyrsta umferð norsku úrvalsdeildarinnar hófst í dag og byrjaði Kristján Flóki Finnbogason með látum.

Hann skoraði fyrsta mark Start eftir aðeins sex mínútna leik gegn Trömsö. Hann skoraði þó ekki fyrsta mark tímabilsins í deildinni því Marcus Pedersen skoraði á fyrstu mínútu leiks Stromsgodset og Stabæk.

Kristján Flóki lagði svo upp mark fyrir Kevin Kabran aðeins einni mínútu seinna. Frábær byrjun hjá Start. Fyrrum FH-ingurinn var tekinn af velli eftir 80. mínútur þegar staðan var orðin 3-0 fyrir Start sem vann leikinn 4-1.

Aron Sigurðarson var einnig í byrjunarliði Start í dag og Guðmundur Andri Tryggvason var á bekknum.

Ingvar Jónsson var á bekknum hjá Sandefjörd sem tapaði 5-0 fyrir Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×