Garðabær sér á báti með leigulaus afnot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Garðabær sér Stjörnunni fyrir tveimur einbýlishúsum og einni íbúð, leigulaust. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira