Blaðakonan Vanessa Beeley flytur í dag fyrirlestur í Safnahúsinu um átökin í Sýrlandi og fréttaflutning af stríðinu. Byggir hún á eigin reynslu af vettvangi á undanförnum árum að því er segir í tilkynningu.
„Vanessa heldur því fram að fréttaflutningur frá Sýrlandi sé mjög tengdur hagsmunum stórveldanna og er hún þá sérstaklega gagnrýnin á Vesturveldin, Sádi-Arabíu og bandalagsríki þeirra í Mið-Austurlöndum, ekki síst Ísrael. Segir hún þessi ríki einskis hafa svifist til að koma á stjórnarskiptum í Sýrlandi og hafi öfgahópum og herjum málaliða verið beitt í því skyni. Færir hún fyrir þessu rök og tilgreinir dæmi.“
Fundurinn hefst klukkan tólf. Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra.
