Rífumst í þessum mánuði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:00 Stefanía Ásdís við listaverkin sem hún bjó til á vegginn og Aníta Ósk með veðhlauparann sem hún byrjaði að rækta í 1. bekk. Vísir/Eyþór Systurnar Stefanía Ásdís og Aníta Ósk Stefánsdætur, sem eru níu og sjö ára, eiga báðar afmæli í maí. Þær eiga nú heima í Hveragerði en voru áður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hvernig leika þær sér helst saman? Stefanía: Með því að rífast. (Þær skellihlæja báðar.) Að minnsta kosti í þessum mánuði. Hvað rífist þið um? Aníta: Um dótið, Ég vil hafa það sem hún er að leika með og öfugt! Sláist þið? Aníta: Nei, en hún beit mig einu sinni. Stefanía: Og ég fór í straff. Fórstu þá inn í herbergið þitt? Stefanía: Nei, ég bara fékk ekki að fara út að leika dálitla stund. Eigið þið vini hér í kring? Aníta: Ég á nokkra. Stefanía: Og ég á fimm vinkonur hérna. Finnst ykkur gaman að lesa? Já, um líkamann. Það er fróðlegt. En hvað er skemmtilegast í skólanum? Stefanía: Krakkaspjallið, þá er hálfur bekkurinn að tala saman og æfa samskipti og tveir kennarar að stjórna meðan hinn helmingurinn er í tölvu eða tónmennt. Aníta: Stærðfræði og líka nudd sem er stundum í lok skóladags. Ert þú þá nudduð eða lærir þú að nudda aðra? Aníta: Hvort tveggja. Ég nudda og fæ líka nudd. Stefanía: Ég er í jóga í skólanum, einn tími er 20 mínútur og svo er farið í sund. Er ykkur kennd ræktun hér í blómabænum? Stefanía: Já, í 3. bekk. Þá er farið í Garðyrkjuskólann. Aníta: Ég fékk að rækta blóm í 1. bekk og það hefur stækkað rosalega mikið. Ég skal sýna ykkur það. Ég er alltaf að snyrta það. Stefanía: Mitt blóm er bara ónýtt. –Fáum við eina opnu í blaðinu? Eða kannski tvær? Nei, en hvað er best við að búa í Hveragerði? Stefanía: Þá þurfum við ekki að fara til Keflavíkur að versla eins og þegar við vorum í Vogunum. Aníta: Hér eru búðir sem við getum keypt allt í. Stefanía: Svo er fullt af krummum. Þeir búa uppi í hamrinum. Aníta. Já, og berjast um brauðið sem litlu fuglarnir eiga að fá. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Systurnar Stefanía Ásdís og Aníta Ósk Stefánsdætur, sem eru níu og sjö ára, eiga báðar afmæli í maí. Þær eiga nú heima í Hveragerði en voru áður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hvernig leika þær sér helst saman? Stefanía: Með því að rífast. (Þær skellihlæja báðar.) Að minnsta kosti í þessum mánuði. Hvað rífist þið um? Aníta: Um dótið, Ég vil hafa það sem hún er að leika með og öfugt! Sláist þið? Aníta: Nei, en hún beit mig einu sinni. Stefanía: Og ég fór í straff. Fórstu þá inn í herbergið þitt? Stefanía: Nei, ég bara fékk ekki að fara út að leika dálitla stund. Eigið þið vini hér í kring? Aníta: Ég á nokkra. Stefanía: Og ég á fimm vinkonur hérna. Finnst ykkur gaman að lesa? Já, um líkamann. Það er fróðlegt. En hvað er skemmtilegast í skólanum? Stefanía: Krakkaspjallið, þá er hálfur bekkurinn að tala saman og æfa samskipti og tveir kennarar að stjórna meðan hinn helmingurinn er í tölvu eða tónmennt. Aníta: Stærðfræði og líka nudd sem er stundum í lok skóladags. Ert þú þá nudduð eða lærir þú að nudda aðra? Aníta: Hvort tveggja. Ég nudda og fæ líka nudd. Stefanía: Ég er í jóga í skólanum, einn tími er 20 mínútur og svo er farið í sund. Er ykkur kennd ræktun hér í blómabænum? Stefanía: Já, í 3. bekk. Þá er farið í Garðyrkjuskólann. Aníta: Ég fékk að rækta blóm í 1. bekk og það hefur stækkað rosalega mikið. Ég skal sýna ykkur það. Ég er alltaf að snyrta það. Stefanía: Mitt blóm er bara ónýtt. –Fáum við eina opnu í blaðinu? Eða kannski tvær? Nei, en hvað er best við að búa í Hveragerði? Stefanía: Þá þurfum við ekki að fara til Keflavíkur að versla eins og þegar við vorum í Vogunum. Aníta: Hér eru búðir sem við getum keypt allt í. Stefanía: Svo er fullt af krummum. Þeir búa uppi í hamrinum. Aníta. Já, og berjast um brauðið sem litlu fuglarnir eiga að fá.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira