Allt að helmingur sambanda hér á landi endar með skilnaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2018 18:43 Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“ Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“
Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00