Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 20:00 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“ Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira