Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 09:56 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51