Yfirmaður fimleikalæknisins ákærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 08:32 Strampel er meðal annars sakaður um að hafa þuklað á rassi tveggja nemenda, beðið um nektarmyndir af konum og haft uppi afar óviðeigandi ummæli við nokkrar stúlkur. Vísir/AFP Deildarforseti hjá Ríkisháskóla Michigan í Bandaríkjunum sem var yfirmaður Larrys Nassar, fyrrverandi læknis fimleikaliðs Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og vörslu nektarmynda af nemendum. William Strampel er einnig sakaður um að hafa ekki haft viðunandi eftirlit með störfum Nassar þrátt fyrir kvartanir um hegðun hans. Nassar er talinn hafa misnotað 265 stúlkur, þar á meðal landsliðskonur Bandaríkjanna í fimleikum, og hefur verið dæmdur í meira 300 ára fangelsi. Dómsmálaráðherra Michigan hóf rannsókn á því hvernig Nassar komst upp með brot sín svo lengi í janúar. Hann vann sem læknir á stofu á háskólasvæðinu og áttu mörg brot hans sér stað þar. Strampel var yfirmaður hans þar. Á tölvu Strampel fundust klámfengnar myndir. Margar þeirra reyndust vera af stúlkum sem stunduðu nám við Ríkisháskóla Michigan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá fannst myndband af Nassar að misnota unga konu. Strampel hætti störfum við lok síðasta árs. Ástæðan þá var sögð læknisfræðileg. Hann var þó áfram á launum hjá háskólum þar til hann var rekinn í febrúar. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði ekki fylgst með Nassar eftir kvörtun gegn lækninum árið 2014. Strampel leyfði Nassar að starfa áfram á meðan rannsókn var í gangi á framferði hans. Á þeim tíma áreitti Nassar nokkrar stúlkur til viðbótar. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. 2. febrúar 2018 14:43 Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Deildarforseti hjá Ríkisháskóla Michigan í Bandaríkjunum sem var yfirmaður Larrys Nassar, fyrrverandi læknis fimleikaliðs Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og vörslu nektarmynda af nemendum. William Strampel er einnig sakaður um að hafa ekki haft viðunandi eftirlit með störfum Nassar þrátt fyrir kvartanir um hegðun hans. Nassar er talinn hafa misnotað 265 stúlkur, þar á meðal landsliðskonur Bandaríkjanna í fimleikum, og hefur verið dæmdur í meira 300 ára fangelsi. Dómsmálaráðherra Michigan hóf rannsókn á því hvernig Nassar komst upp með brot sín svo lengi í janúar. Hann vann sem læknir á stofu á háskólasvæðinu og áttu mörg brot hans sér stað þar. Strampel var yfirmaður hans þar. Á tölvu Strampel fundust klámfengnar myndir. Margar þeirra reyndust vera af stúlkum sem stunduðu nám við Ríkisháskóla Michigan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá fannst myndband af Nassar að misnota unga konu. Strampel hætti störfum við lok síðasta árs. Ástæðan þá var sögð læknisfræðileg. Hann var þó áfram á launum hjá háskólum þar til hann var rekinn í febrúar. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði ekki fylgst með Nassar eftir kvörtun gegn lækninum árið 2014. Strampel leyfði Nassar að starfa áfram á meðan rannsókn var í gangi á framferði hans. Á þeim tíma áreitti Nassar nokkrar stúlkur til viðbótar.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. 2. febrúar 2018 14:43 Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. 2. febrúar 2018 14:43
Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41