Munu tæma dómstigin hér heima og leita út ef þess þarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins VÍSIR/STEFÁN „Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
„Dómurinn var vonbrigði og í raun þykir okkur hann ganga gegn gildandi rétti,“ segir Inga Sæland formaður, Flokks fólksins, um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var íslenska ríkið sýknað af kröfu ellilífeyrisþega um greiðslu á rúmum 40 þúsund krónum auk vaxta. Forsaga málsins er sú að árið 2016 voru gerð mistök við breytingar á almannatryggingalögum. Vísað var í rangan staflið í einni grein laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan var því óheimilt að draga greiðslur frá lífeyrissjóðum við útreikning á ellilífeyri. Breytingarnar tóku gildi í upphafi árs 2017 en mistökin voru leiðrétt afturvirkt þann 1. mars 2017. Krafði konan ríkið um greiðslur samkvæmt lögunum eins og þau voru en ekki líkt og þau urðu síðar meir, eftir að mistökin höfðu verið leiðrétt. Hefði dómurinn fallið sækjanda í vil hefði ríkið þurft að punga út um fimm milljörðum til annarra lífeyrisþega. „Það kemur á óvart að gildandi réttur sé jafn fótum troðinn og raun ber vitni í dómnum. Lögin voru svona og vilji löggjafans og önnur lögskýringarsjónarmið blikna í samanburði við gildandi rétt. Svona voru lögin í tvo mánuði og fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá greitt samkvæmt þeim,“ segir Inga. „Við munum áfrýja þessum dómi. Ef þetta verður ekki dæmt rétt hérna heima þá munum við leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta snýst um ofríki valdhafanna gegn borgurunum í landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira