Bræðurnir hreinsaðir af öllum grun um morðið á Kevin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 13:30 Robin og Christian voru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir efuðust alltaf um sekt sína. Skjáskot SVT Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu. Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu.
Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18