Reiknivilla kostaði Hamilton sigurinn í Ástralíu Bragi Þórðarson skrifar 27. mars 2018 16:15 Hamilton varð að játa sig sigraðan um helgina. Vísir/Getty Villa í reikniriti Mercedes liðsins varð til þess að Lewis Hamilton varð að sjá á eftir sigri í Ástralíu til aðal keppinauts síns, Sebastian Vettel hjá Ferrari. Báðir þessir ökumenn hafa lyft fjórum heimsmeistaratitlum í Formúlu 1. Hamilton leiddi kappaksturinn framan af og allt leit út fyrir að hann myndi halda þeirri forystu eftir fyrstu þjónustuhléin. En þegar að Lewis og Kimi Raikkonen, sem var í öðru sæti á eftir Bretanum, voru búnir með sín dekkjaskipti átti Vettel eftir að fara inn og leiddi því kappaksturinn. „Allt var eins og það átti að vera, við tókum smá áhættu með að setja Lewis á mjúku dekkin til að keyra kappaksturinn til enda en það var eina leiðin til að halda Kimi fyrir aftan okkur,‘‘ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Það var á þessum tímapunkti sem að svokallaður sýndaröryggisbíll (e. virtual safety car) var kallaður til vegna þess að Haas-bíll Romain Grosjean hafði stoppað í brautinni. Þetta þýðir að allir ökumenn verða að halda jöfnum hraða á brautinni rétt eins og þeir myndu gera fyrir aftan venjulegan öryggisbíl. Ferrari sá þarna tækifæri og kallaði Vettel inn í þjónustusvæðið og þar sem Lewis gat ekki ekið á fullum hraða á meðan úti á brautinni var það Vettel sem kom út á undan og endaði á að vinna kappaksturinn. Hamilton skildi ekkert í því hvernig andstæðingur hans fór að því að komast fram úr og spurði liðið strax hvort að hann sjálfur hafi gert einhver mistök, þar sem forskot Hamilton var meira en nóg fyrir dekkjaskiptin til að halda Þjóðverjanum fyrir aftan sig. „Lewis gerði ekkert rangt,“ sagði Toto Wolff eftir kappaksturinn. „Það kom upp reiknivilla í hugbúnaðinum sem við notum í þessum aðstæðum, búnaður sem við höfum notað síðastliðin fimm ár.‘‘ Sigur Vettels þýddi að þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Hamilton nær ekki sigri frá ráspól í Ástralíu. Formúla Tengdar fréttir Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00 Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Villa í reikniriti Mercedes liðsins varð til þess að Lewis Hamilton varð að sjá á eftir sigri í Ástralíu til aðal keppinauts síns, Sebastian Vettel hjá Ferrari. Báðir þessir ökumenn hafa lyft fjórum heimsmeistaratitlum í Formúlu 1. Hamilton leiddi kappaksturinn framan af og allt leit út fyrir að hann myndi halda þeirri forystu eftir fyrstu þjónustuhléin. En þegar að Lewis og Kimi Raikkonen, sem var í öðru sæti á eftir Bretanum, voru búnir með sín dekkjaskipti átti Vettel eftir að fara inn og leiddi því kappaksturinn. „Allt var eins og það átti að vera, við tókum smá áhættu með að setja Lewis á mjúku dekkin til að keyra kappaksturinn til enda en það var eina leiðin til að halda Kimi fyrir aftan okkur,‘‘ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Það var á þessum tímapunkti sem að svokallaður sýndaröryggisbíll (e. virtual safety car) var kallaður til vegna þess að Haas-bíll Romain Grosjean hafði stoppað í brautinni. Þetta þýðir að allir ökumenn verða að halda jöfnum hraða á brautinni rétt eins og þeir myndu gera fyrir aftan venjulegan öryggisbíl. Ferrari sá þarna tækifæri og kallaði Vettel inn í þjónustusvæðið og þar sem Lewis gat ekki ekið á fullum hraða á meðan úti á brautinni var það Vettel sem kom út á undan og endaði á að vinna kappaksturinn. Hamilton skildi ekkert í því hvernig andstæðingur hans fór að því að komast fram úr og spurði liðið strax hvort að hann sjálfur hafi gert einhver mistök, þar sem forskot Hamilton var meira en nóg fyrir dekkjaskiptin til að halda Þjóðverjanum fyrir aftan sig. „Lewis gerði ekkert rangt,“ sagði Toto Wolff eftir kappaksturinn. „Það kom upp reiknivilla í hugbúnaðinum sem við notum í þessum aðstæðum, búnaður sem við höfum notað síðastliðin fimm ár.‘‘ Sigur Vettels þýddi að þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem Hamilton nær ekki sigri frá ráspól í Ástralíu.
Formúla Tengdar fréttir Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00 Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Vettel vann fyrstu keppni ársins Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. 25. mars 2018 09:00
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00
Uppgjör eftir Ástralíu: Vettel sýndi snilli sína Þrátt fyrir yfirburði Lewis Hamilton í Ástralíu um helgina nýtti Sebastian Vettel sér aðstæður sem sköpuðust á keppnisbrautinni í dag og ók frábærlega til sigurs. 25. mars 2018 12:00