Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn Benedikt Bóas skrifar 27. mars 2018 06:00 Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir fór ekki framhjá stórsöngvaranum Sam Smith Vísir/Getty „Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira