Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2018 16:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi að vinna betur saman að málefnum leikskólanna í landinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57
Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30