Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 15:03 Dómkirkjan í Reykjavík. Vísir/GVA Fjórir umsækjendur sóttu um embætti prests við Dómirkjuna í Reykjavík, að því er fram kemur í frétt á vef Þjóðkirkjunnar. Umsækjendur eru í stafrófsröð: cand. Theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir. Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. Tildrög þess voru athugasemdir um að ekki hefði verið réttilega staðið að kosningu kjörnefndar prestakallsins. Var séra Eva Björk í staðinn skipuð héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þá var sagt frá því í Morgunblaðinu á sínum tíma að enginn umsækjenda hefði hlotið meirihluta atkvæða 10 manna kjörnefndar og því hefði verið kosið á nýjan leik. Þar hefðu atkvæði skipst jafnt milli Elínborgar Sturludóttur, sem sækir nú um embætti Dómirkjuprests, og Evu Bjargar og því hefði verið varpað hlutkesti þar sem Eva bar hærri hlut. Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands skipi í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu. Vistaskipti Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Afturkallar prestskipun degi fyrir gildistöku Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur afturkallað skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Skipan hennar átti að taka gildi á morgun. 31. október 2017 23:31 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjórir umsækjendur sóttu um embætti prests við Dómirkjuna í Reykjavík, að því er fram kemur í frétt á vef Þjóðkirkjunnar. Umsækjendur eru í stafrófsröð: cand. Theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir. Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. Tildrög þess voru athugasemdir um að ekki hefði verið réttilega staðið að kosningu kjörnefndar prestakallsins. Var séra Eva Björk í staðinn skipuð héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þá var sagt frá því í Morgunblaðinu á sínum tíma að enginn umsækjenda hefði hlotið meirihluta atkvæða 10 manna kjörnefndar og því hefði verið kosið á nýjan leik. Þar hefðu atkvæði skipst jafnt milli Elínborgar Sturludóttur, sem sækir nú um embætti Dómirkjuprests, og Evu Bjargar og því hefði verið varpað hlutkesti þar sem Eva bar hærri hlut. Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands skipi í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
Vistaskipti Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Afturkallar prestskipun degi fyrir gildistöku Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur afturkallað skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Skipan hennar átti að taka gildi á morgun. 31. október 2017 23:31 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Afturkallar prestskipun degi fyrir gildistöku Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur afturkallað skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Skipan hennar átti að taka gildi á morgun. 31. október 2017 23:31