Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34