Skilur alveg af hverju fólk starir á hana Guðný Hrönn skrifar 26. mars 2018 06:00 Ingibjörg hefur verið dugleg að gera tilraunir með útlitið síðan hún var unglingur. Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið