Skilur alveg af hverju fólk starir á hana Guðný Hrönn skrifar 26. mars 2018 06:00 Ingibjörg hefur verið dugleg að gera tilraunir með útlitið síðan hún var unglingur. Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Það er óhætt að segja að bloggarinn Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir sé óhrædd við að vera öðruvísi í útliti. Hún var í kringum 14 ára þegar hún fór að gera tilraunir með óvenjulega háraliti, förðun og öðruvísi klæðnað. Í dag er hún 26 ára og hefur á þessum 12 árum breytt reglulega til og gert ýmsar tilraunir í hári, förðun og klæðnaði án þess að eltast við tískustrauma. „Það er svo gaman að breyta til og finna það sem hentar manni best. Þetta hefur verið partur af því að finna sjálfa mig,“ segir Ingibjörg. Spurð út í hvort hún sé búin að finna stílinn sem henti henni best eftir öll þessi ár í tilraunastarfsemi segir hún: „Já, eins og ég er núna fer mér best. Með bleikt hár og bleikar augabrúnir?… ég er reyndar ekki með augabrúnir akkúrat núna. En bleika hárið, það er komið til að vera.“ Í gegnum árin hefur Ingibjörg fengið óteljandi augngotur frá ókunnugu fólki vegna óvenjulegs útlits hennar að eigin sögn. Hún kveðst hafa túlkað það sem fordóma til að byrja með en í dag er hún viss um að fólk sé að horfa vegna þess að það er áhugasamt. „Fólk er bara forvitið. Það gerðist ekki neitt sem breytti viðhorfi mínu, ég var bókstaflega bara að keyra heim úr búðinni og þá allt í einu áttaði ég mig á þessu. Þetta nýja viðhorf mitt hefur svo breytt því hvernig ég bregst við þegar fólk horfir á mig. Áður fyrr var ég viss um að fólk væri að dæma mig en mér líður ekki þannig núna. Og ég skil alveg fólk sem starir, það er ekki á hverjum degi sem maður sér einhvern með bleikt hár, lokka í andlitinu og engar augabrúnir,“ útskýrir Ingibjörg.Einu sinni var Ingibjörg hrædd um að fólk væri að dæma hana eftir útliti en í dag líður henni ekki þannig. Hún segir það hafa vera mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist og hún hætti að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst.Hún segir það hafa verið mikinn létti þegar viðhorf hennar breyttist. „Það var gott þegar áhyggjur mínar minnkuðu. Ég var alltaf að velta fyrir mér hvort fólk væri að hugsa hitt og þetta. Ég var líka með áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri stóra systir barnanna minna. En það er alveg farið.“ Ingibjörg viðurkennir þó að henni þyki svolítið gaman að sjokkera með óvenjulegu útliti. „Ég hef alltaf verið svoleiðis og ég held að það sé ekki að fara að breytast. Núna finnst mér alveg gaman þegar fólk nánast stoppar til að horfa.“ Ingibjörg er tveggja barna móðir, hún segir börnin hafa gaman af stíl mömmu sinnar. „Þeim þykir þetta skemmtilegt. Dóttir mín fékk meira að segja sjálf bleikt hár um daginn, hún er tæplega tveggja ára. Og sonur minn vill stundum vera með lokk í nefinu eins og ég, ég á gervilokk sem hann fær stundum. Þeim finnst þetta svo spennandi en á sama tíma alveg eðlilegt því ég hef alltaf verið svona,“ segir hún glöð í bragði. Ingibjörn reiknar með að hún muni ekki breytast í bráð þó að hún finni fyrir að sumir séu að bíða eftir að hún vaxi upp úr tilraunastarfseminni. „Ég fæ alveg reglulega spurningu um hvenær ég ætli nú að fara að hætta þessu. En ég verð örugglega enn þá með litríkt hár og hress eftir 30 ár, það held ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira