Í þætti kvöldsins dönsuðu þau Vínarvals við lagið Once Upon a December með Anastasiu.
Hrafnhildur og Jón hlutu minnsta stigafjölda en stig dómnefndar og atkvæðafjöldi frá þjóðinni eru lögð saman. Jóhanna Guðrún og Maxim Petrov voru aftur á móti stigahæst með 22 stig.
Í þáttunum Allir geta dansað keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við tíu fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari.
