Telur mögulegt að dómsmálaráðuneytið sé að refsa Andrési Inga Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 14:45 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær. Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær.
Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent