Sleppt úr gæsluvarðhaldi grunaður um ofbeldi gegn nýbakaðri móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2018 11:25 Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness úr gildi. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi. Lögreglumál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi.
Lögreglumál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira