Lækkuðu laun framkvæmdastjórans um 9 prósent Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2018 10:09 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Hanna Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur lækkað laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og hefur sú lækkun þegar tekið gildi. Þetta kom fram í ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á Grand Hótel í gær. Sagði hún að miðað við launaþróun hefðu laun framkvæmdastjórans í raun lækkað um 20 prósent eftir að ákvörðun var tekin um að frysta þau á vormánuðum árið 2016. Í ræðunni sagði Guðrún frá því að töluverðar umræður um launamál sjóðsins hefðu átt sér stað á síðasta aðalfundi sjóðsins og þá sérstaklega launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins.Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóð verslunarmanna.Var í efri mörkum miðað við önnur laun Tók stjórnin þær ábendingar til sín og ákvað á síðasta ári að fela óháðum ráðgjöfum að meta launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins, Guðmundar Þ. Þórhallssonar, í samanburði við aðra. Fékk Intellecta það verkefni en það fyrirtæki gerir árlega launakönnun sem nær til um fjögur þúsund sérfræðinga, meðal annars þeirra sem starfa á fjármálamarkaði. Var niðurstaða þeirrar könnunar að laun framkvæmdastjóra sjóðsins var í efri mörkum miðað við laun framkvæmdastjóra annarra lífeyrissjóða. Tók stjórnin ákvörðun í framhaldinu um að lækka laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og sagði Guðrún í ræðu sinni að sú lækkun hefði þegar tekið gildi.Lækkar um 307 þúsund á mánuði Guðrún tók fram að laun framkvæmdastjórans hefðu staðið í stað síðan á vormánuðum 2016 eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að frysta þau.Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.Vísir/Ernir„Ef tekið er mið af launaþróun síðan 2016 til dagsins í dag og þessarar 9% launalækkunar má segja að laun framkvæmdastjóra hafi lækkað um 20%,“ sagði Guðrún.Í frétt Ríkisútvarpsins árið 2016 kom fram að laun Guðmundar sem framkvæmdastjóra sjóðsins hefðu hækkað um 19,11 milljónir króna frá árinu 2009 til ársins 2015, eða um 104,4 prósent. Þar kom fram að árslaun Guðmundar árið 2015 hefðu verið 37,7 milljónir króna.Samkvæmt ársskýrslu Lífeyrissjóðs verslunarmanna fyrir árið 2017 var Guðmundur með 40,9 milljónir króna í heildarárslaun árið 2017. Það eru um það bil 3,4 milljónir króna á mánuði. Lækkunin um 9 prósent er því um 307 þúsund krónur. Árið 2016 voru heildarárslaun hans 39,6 milljónir króna samkvæmt upplýsingum úr sömu ársskýrslu. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur lækkað laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og hefur sú lækkun þegar tekið gildi. Þetta kom fram í ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á Grand Hótel í gær. Sagði hún að miðað við launaþróun hefðu laun framkvæmdastjórans í raun lækkað um 20 prósent eftir að ákvörðun var tekin um að frysta þau á vormánuðum árið 2016. Í ræðunni sagði Guðrún frá því að töluverðar umræður um launamál sjóðsins hefðu átt sér stað á síðasta aðalfundi sjóðsins og þá sérstaklega launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins.Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóð verslunarmanna.Var í efri mörkum miðað við önnur laun Tók stjórnin þær ábendingar til sín og ákvað á síðasta ári að fela óháðum ráðgjöfum að meta launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins, Guðmundar Þ. Þórhallssonar, í samanburði við aðra. Fékk Intellecta það verkefni en það fyrirtæki gerir árlega launakönnun sem nær til um fjögur þúsund sérfræðinga, meðal annars þeirra sem starfa á fjármálamarkaði. Var niðurstaða þeirrar könnunar að laun framkvæmdastjóra sjóðsins var í efri mörkum miðað við laun framkvæmdastjóra annarra lífeyrissjóða. Tók stjórnin ákvörðun í framhaldinu um að lækka laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og sagði Guðrún í ræðu sinni að sú lækkun hefði þegar tekið gildi.Lækkar um 307 þúsund á mánuði Guðrún tók fram að laun framkvæmdastjórans hefðu staðið í stað síðan á vormánuðum 2016 eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að frysta þau.Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.Vísir/Ernir„Ef tekið er mið af launaþróun síðan 2016 til dagsins í dag og þessarar 9% launalækkunar má segja að laun framkvæmdastjóra hafi lækkað um 20%,“ sagði Guðrún.Í frétt Ríkisútvarpsins árið 2016 kom fram að laun Guðmundar sem framkvæmdastjóra sjóðsins hefðu hækkað um 19,11 milljónir króna frá árinu 2009 til ársins 2015, eða um 104,4 prósent. Þar kom fram að árslaun Guðmundar árið 2015 hefðu verið 37,7 milljónir króna.Samkvæmt ársskýrslu Lífeyrissjóðs verslunarmanna fyrir árið 2017 var Guðmundur með 40,9 milljónir króna í heildarárslaun árið 2017. Það eru um það bil 3,4 milljónir króna á mánuði. Lækkunin um 9 prósent er því um 307 þúsund krónur. Árið 2016 voru heildarárslaun hans 39,6 milljónir króna samkvæmt upplýsingum úr sömu ársskýrslu.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira