Sýknaðir af því að velta kyrrstæðum bíl í „múgæsingu“ eftir sigur Íslands á Englandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 09:29 Mikil gleði braust út á Selfossi eftir sigur Íslands á Englandi á EM 2016. Vísir/Ernir Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo karlmenn af því að stofnað lífi og heilsu ökumanns og farþega í hættu með því að hafa velt kyrrstæðum bíl á hliðina að kvöldi mánudagsins 27. júní 2016. Atvikið átti sér stað fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi í fagnaðarlátum eftir frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Englandi á EM í Frakklandi. Í skýrslu lögreglu segir að hún hafi verið kölluð út vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bíl á hliðina. Við þetta slösuðust ökumaður og farþegi bílsins. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa velt bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði annar maðurinn að „þarna hafi verið múgæsing og þetta hafi verið mjög furðuleg lífsreynsla“. Við aðalmeðferð sagðist annar sakborningurninn hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og í kringum það hafi verið mikil gleði. Eftir leik gekk hann út af Hótel Selfossi ásamt hópi fólks. Var hann þar með bróður ökumanns bílsins sem fór á hliðina. Sagði hann að bróðirinn hafi ætlað sér að gera grín „í systur sinni sem væri inni í bifreiðinni“ með því að taka undir bílinn á annarri hliðinni og reyna að lyfta honum. Mikið hafi verið hlegið en þegar fleira fólk bættist í hópinn og hjól bílsins hafi farið að lyftast sagðist annar sakborningurinn hafa dregið sig í hlé. Sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að velta bílnum, enda væri það honum illmögulegt eftir vinnuslys fyrir nokkrum árum.Ósannað að þeir hafi velt bílnumHinn sakborningurinn bar því við að enginn ásetningur hafi verið að skemma bílinn eða valda líkamstjóni. Þegar hann og bróðir ökumannsins hafi orðið þess áskynja að bíllinn gæti farið á hliðina hafi þeir farið að toga á móti, til þess að koma bílnum aftur niður.Fleiri voru hins vegar að ýta á móti og að lokum kom ónafngreindur einstaklingur sem náði góðu taki og velti bílnum endanlega.Ökumaður og farþegi bílsins gátu hvorugt sagt til um það hvort að hinir ákærðu hefðu átt þátt í því að velta bílnum, sem og önnur vitni í málinu.Var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands að það væri ósannað að hinir ákærðu hafi haft ásetning til að velta bílnum á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Þá væri einnig ósannað með öllu að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt.Voru þeir því sýknaðir af ákæru um að hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins í háska með því að hafa velt bílnum. Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo karlmenn af því að stofnað lífi og heilsu ökumanns og farþega í hættu með því að hafa velt kyrrstæðum bíl á hliðina að kvöldi mánudagsins 27. júní 2016. Atvikið átti sér stað fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi í fagnaðarlátum eftir frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Englandi á EM í Frakklandi. Í skýrslu lögreglu segir að hún hafi verið kölluð út vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bíl á hliðina. Við þetta slösuðust ökumaður og farþegi bílsins. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa velt bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði annar maðurinn að „þarna hafi verið múgæsing og þetta hafi verið mjög furðuleg lífsreynsla“. Við aðalmeðferð sagðist annar sakborningurninn hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og í kringum það hafi verið mikil gleði. Eftir leik gekk hann út af Hótel Selfossi ásamt hópi fólks. Var hann þar með bróður ökumanns bílsins sem fór á hliðina. Sagði hann að bróðirinn hafi ætlað sér að gera grín „í systur sinni sem væri inni í bifreiðinni“ með því að taka undir bílinn á annarri hliðinni og reyna að lyfta honum. Mikið hafi verið hlegið en þegar fleira fólk bættist í hópinn og hjól bílsins hafi farið að lyftast sagðist annar sakborningurinn hafa dregið sig í hlé. Sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að velta bílnum, enda væri það honum illmögulegt eftir vinnuslys fyrir nokkrum árum.Ósannað að þeir hafi velt bílnumHinn sakborningurinn bar því við að enginn ásetningur hafi verið að skemma bílinn eða valda líkamstjóni. Þegar hann og bróðir ökumannsins hafi orðið þess áskynja að bíllinn gæti farið á hliðina hafi þeir farið að toga á móti, til þess að koma bílnum aftur niður.Fleiri voru hins vegar að ýta á móti og að lokum kom ónafngreindur einstaklingur sem náði góðu taki og velti bílnum endanlega.Ökumaður og farþegi bílsins gátu hvorugt sagt til um það hvort að hinir ákærðu hefðu átt þátt í því að velta bílnum, sem og önnur vitni í málinu.Var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands að það væri ósannað að hinir ákærðu hafi haft ásetning til að velta bílnum á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Þá væri einnig ósannað með öllu að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt.Voru þeir því sýknaðir af ákæru um að hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins í háska með því að hafa velt bílnum.
Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira