ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Jonathan A. Greenblatt, forstjóri ADL, var eitt sinn sem aðstoðarmaður Baracks Obama í Hvíta húsinu Vísir/EPA Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent