ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Jonathan A. Greenblatt, forstjóri ADL, var eitt sinn sem aðstoðarmaður Baracks Obama í Hvíta húsinu Vísir/EPA Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29