Arnar: Alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 21. mars 2018 23:38 Arnar alveg poll rólegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, var gífurlega sáttur með karakter sinna manna er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir dramatík gegn Fram í Safamýrinni. „Við vorum ekkert sérstakir, og vorum bara frekar slakir í fyrri hálfleik. Þvílíkur karakter hérna í lokinn og viljinn að snúa þessu við og klára þetta,” sagði Arnar í leikslok. „Framararnir eru góðir og pressulausir, og á móti okkar vörn er voða gott að vera pressulaus. taka þessar sendingar sem þú þorir ekki út í þegar það er pressa á þér. Framarar nutu þess í dag að spila.” „Það er alltaf pressa á okkur, alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera. Við bara lifum við þetta og skilum þessu heim þegar það gerist. Þurfum ekkert að spá í neinu öðru.” „Við erum búnir að vera í meiðslum. Ég held það séu þrír leikir þar sem ég hef getað stillt upp öllu liðinu mínu. Ég er bara stoltur af strákunum og allra umgjörðinni, stjórnni og bara öllum sem eru í kringum okkur að hafa klárað þennann titil, hann er erfiður, þetta er langt mót og margir leikir. Ég er hrikalega stoltur.” Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson eru enn á meiðslalistanum og það er ljóst að Róbert gæti verið frá lengur en reiknað var með. „Robbi kom ekkert alltof vel útur þessari skoðun í dag og ég veit ekki hvort að tímabilið sem bara búið hjá honum. Tveir af fimm bestu leikmönnum deildarinnar, að mínu mati, voru ekki með í dag en við kláruðum þetta.” ÍBV er nú á leid í Evrópukeppnina þar sem liðið mætir Krasnodar. Liðið ferðast frá Keflavík í fyrramálið og við tekur heljarinnar ferðalag. „Helsinki á morgun, Moskva á föstudaignn, Krasnodar á laugardaginn og leikur á sunnudaginn, svo bara beint heim til Eyja á mánudaginn. Þetta er bara erfitt verkefni framundan. „Við förum í úrslitakeppnina til að fara alla leið og klára hana að sjálfsögðu en guð minn góður hvað það er langt í það. Við byrjum á Rússlandi,” sagði Arnar léttur í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, var gífurlega sáttur með karakter sinna manna er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir dramatík gegn Fram í Safamýrinni. „Við vorum ekkert sérstakir, og vorum bara frekar slakir í fyrri hálfleik. Þvílíkur karakter hérna í lokinn og viljinn að snúa þessu við og klára þetta,” sagði Arnar í leikslok. „Framararnir eru góðir og pressulausir, og á móti okkar vörn er voða gott að vera pressulaus. taka þessar sendingar sem þú þorir ekki út í þegar það er pressa á þér. Framarar nutu þess í dag að spila.” „Það er alltaf pressa á okkur, alltaf einhverjir sem vilja eigna sér það sem við erum að gera. Við bara lifum við þetta og skilum þessu heim þegar það gerist. Þurfum ekkert að spá í neinu öðru.” „Við erum búnir að vera í meiðslum. Ég held það séu þrír leikir þar sem ég hef getað stillt upp öllu liðinu mínu. Ég er bara stoltur af strákunum og allra umgjörðinni, stjórnni og bara öllum sem eru í kringum okkur að hafa klárað þennann titil, hann er erfiður, þetta er langt mót og margir leikir. Ég er hrikalega stoltur.” Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson eru enn á meiðslalistanum og það er ljóst að Róbert gæti verið frá lengur en reiknað var með. „Robbi kom ekkert alltof vel útur þessari skoðun í dag og ég veit ekki hvort að tímabilið sem bara búið hjá honum. Tveir af fimm bestu leikmönnum deildarinnar, að mínu mati, voru ekki með í dag en við kláruðum þetta.” ÍBV er nú á leid í Evrópukeppnina þar sem liðið mætir Krasnodar. Liðið ferðast frá Keflavík í fyrramálið og við tekur heljarinnar ferðalag. „Helsinki á morgun, Moskva á föstudaignn, Krasnodar á laugardaginn og leikur á sunnudaginn, svo bara beint heim til Eyja á mánudaginn. Þetta er bara erfitt verkefni framundan. „Við förum í úrslitakeppnina til að fara alla leið og klára hana að sjálfsögðu en guð minn góður hvað það er langt í það. Við byrjum á Rússlandi,” sagði Arnar léttur í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira