Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 18:45 Svæði sem eru nú þegar þurr eru líklega til að verða enn þurrari í hlýnandi heimi. Verri þurrkar og meiri öfgar í veðri eiga eftir að halda áfram að ógna samfélagum manna á þessari öld. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu leiða til þess að milljónir manna flytji búferlaflutningum innan ríkja og á milli þeirra fyrir miðja öldina. Alþjóðabankinn varar við því að við þessar tilfærslur geti orðið til hættulegar aðstæður þar sem tugir milljóna manna troða sér inn í fátækrahverfi sem eru þegar yfirfull. Vísindamenn reikna með því að með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna muni veðuröfgar meðal annars verða algengir, yfirborð sjávar hækka auk þess sem þurrkar verði algengari á sumum svæðum. Lengi hefur verið varað við því að þessar breytingar á umhverfinu geti leitt til gríðarlega fólksflutninga. Undir þær áhyggjur tekur Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu. Sérfræðingar hans skoðuðu þrjú svæði í þriðja heiminum þar sem meira en helmingur íbúa þróunarríkja búa. Þeir telja líklegt að meira en 150 milljónir manna muni flytja sig um set innan ríkjanna vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 2050. Í Afríku sunnan Saharaeyðimarkarinnar geti 86 milljónir manna lent á hrakhólum, fjörutíu milljónir í suðurhluta Asíu og sautján milljónir í Rómönsku Ameríku.Enn hægt að bregðast við og forðast neyðarástandFólksflutningar af þessari stærðargráðu geti valdið gríðarlegum samfélagslegum röskunum og ógnað stjórnarfari og efnahagslegri- og félagslegri þróun, að því er segir í frétt The Guardian. Til geti orðið „hættustaðir“, bæði á þeim svæðum sem fólk yfirgefur og á þeim sem það flyst til. Bankinn bendir þó á að enn sé hægt að forðast verstu mögulegu sviðsmyndirnar. Fólksflutningar af völdum loftslagsbreytinga muni eiga sér stað en hægt sé að koma í veg fyrir neyðarástand. Mikilvægast sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Einnig leggur bankinn til að ríkisstjórnir um heim allan geri ráð fyrir fólksflutningum og leggi meiri áherslu í að afla gagna fyrir skipulag í framtíðinni. Þegar hefur hlýnað um 1°C frá því fyrir iðnbyltingu vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Verði losunin ekki takmörkuð er reiknað með að hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45