Andrei Kirilenko til Íslands vegna stjórnarfundar FIBA Europe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 16:30 Andrei Kirilenko. Vísir/Getty Stjórnarfundur evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, fer í Reykjavík um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn FIBA Europe kemur saman til fundar á Íslandi en fundurinn verður á Grand hóteli. KKÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni. Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands er í stjórn FIBA Europe og hefur farið í ófáar ferðirnar til München en nú verður einu sinni stutt að fara fyrir okkar mann. Stjórnarfundir eru yfirleitt í höfuðstöðvum FIBA Europe í Munchen en að þessu sinni verður fundað á Íslandi sem er mikill heiður fyrir íslenska körfuknattleikssambandið. Ásamt því að halda hefðbundinn stjórnarfund mun stjórnarfólk skoða landið og heimsækja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson. Nokkrir þekktir fyrrverandi leikmenn sitja í stjórn FIBA Europe og er þeirra þekktastur án efa Andrei Kirilenko en hann er forseti rússneska sambandsins. Þá má ekki gleyma Jorge Garbajosa sem er forseti spænska sambandsins. Ásamt stjórnar- og starfsfólki FIBA Europe kemur til landsins Patrick Baumann, framkvæmdastjóri FIBA og stjórnarmaður í alþjóðlegu Ólympíuhreyfingunni. Andrei Kirilenko er fyrrum leikmaður Utah Jazz, Minnesota Timberwolves og Brooklyn Nets í NBA-deildinni en hann lék lengst af með Utah eða í tíu ár frá 2001 til 2011. Kirilenko var valinn í stjörnuleik NBA 2004 og var kosinn í varnarlið ársins 2006. Hann leiddi NBA-deildina í vörðum skotum árið 2005 og það þrátt fyrir að vera „bara“ 206 sentímetrar á hæð. Andrei Kirilenko lék alls 797 leiki í NBA og var í þeim með 11,8 stig, 5,5 fráköst, 2,7 stoðsendingar, 1,8 varin skot og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Stjórnarfundur evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, fer í Reykjavík um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn FIBA Europe kemur saman til fundar á Íslandi en fundurinn verður á Grand hóteli. KKÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni. Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands er í stjórn FIBA Europe og hefur farið í ófáar ferðirnar til München en nú verður einu sinni stutt að fara fyrir okkar mann. Stjórnarfundir eru yfirleitt í höfuðstöðvum FIBA Europe í Munchen en að þessu sinni verður fundað á Íslandi sem er mikill heiður fyrir íslenska körfuknattleikssambandið. Ásamt því að halda hefðbundinn stjórnarfund mun stjórnarfólk skoða landið og heimsækja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson. Nokkrir þekktir fyrrverandi leikmenn sitja í stjórn FIBA Europe og er þeirra þekktastur án efa Andrei Kirilenko en hann er forseti rússneska sambandsins. Þá má ekki gleyma Jorge Garbajosa sem er forseti spænska sambandsins. Ásamt stjórnar- og starfsfólki FIBA Europe kemur til landsins Patrick Baumann, framkvæmdastjóri FIBA og stjórnarmaður í alþjóðlegu Ólympíuhreyfingunni. Andrei Kirilenko er fyrrum leikmaður Utah Jazz, Minnesota Timberwolves og Brooklyn Nets í NBA-deildinni en hann lék lengst af með Utah eða í tíu ár frá 2001 til 2011. Kirilenko var valinn í stjörnuleik NBA 2004 og var kosinn í varnarlið ársins 2006. Hann leiddi NBA-deildina í vörðum skotum árið 2005 og það þrátt fyrir að vera „bara“ 206 sentímetrar á hæð. Andrei Kirilenko lék alls 797 leiki í NBA og var í þeim með 11,8 stig, 5,5 fráköst, 2,7 stoðsendingar, 1,8 varin skot og 1,4 stolna bolta að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira